Morgunn - 01.06.1997, Blaðsíða 93
Hugheimar
sem ofar dregur, og að fegurð þeirra og ljósmagn
eykst og margfaldast eftir því sem við komum hærra?
Allir ómar verða þar unaðslegri og litirnir fegurri og
dýrðlegri, litir, er líkjast engum þeim litum, sem jarð-
nesk augu hafa séð. Og það er hverju orði sannara,
sem sagt hefur verið, um hugheima, að ljóminn, sem
blasir við okkur á hinum lægri svæðum þeirra verð-
ur sem myrkur í samanburði við ofurljóma hinna
æðri svæða. Vera má að okkur lánist að gera nokkuð
auðveldlegar grein fyrir þeim mun, sem er á hinum
ýmsu svæðum, ef við reynum fyrst að lýsa hinu efsta,
í stað þess að byrja að lýsa hinu lægsta. A efsta svæð-
inu eru allar efnistegundir þrungnar hinni lifandi
orku, er fellur sem Ijósstraumur ofan af því tilveru-
stigi, sem er næst fyrir ofan hugheima. En þegar
komið er ofan á næsta svæði fyrir neðan, er efnisteg-
undir efsta svæðisins að finna sem lífsorka þeirra efn-
istegunda, sem þar eru fyrir, eða ef til vill væri rétt-
ara að segja, að hin upprunalega orka, sem hefur þeg-
ar iklæðst efnistegundum fyrsta svæðisins, verði lífið
og sálin í efnistegundum hins næsta. Og svona geng-
ur það koll af kolli. Hin lifandi orka, sem kemur að
ofan, íklæðist fleirum og fleirum efnistegundum, eft-
ir því sem hún þokast niður á við, frá einu svæði til
annars. Og þegar hún er komin alla leið ofan á sjö-
unda svæðið, er hún íklædd sjöföldum efnishjúpi. Af
þessu Ieiðir það, að áhrifamagn hennar fer stöðugt
minnkandi eftir því sem neðar dregur. Sama má auð-
vitað segja um hinn guðdómlega anda. hann stígur að
sínu leyti eins niður í efnið sem frumeining til þess að
veita því líf og orku á hinum ýmsu tilverustigum nátt-
úrunnar. Og þar sem þetta endurtekur sig hvað eftir
MORGUNN 91