Útvarpstíðindi - 31.01.1944, Page 14
ÞÆTTIR ÚR ÚTVARPSERINDl
FRÚ AÐALRJARGAR SIGURÐARD.
llíkisútvarpið hefur sýnt mér þann heiður að
bjóða mér að flytja erindi um starfsháttu þess
og koma fram með aðfinningar, ef ég vœri ekki
ánægð.
Eg vil þá fyrst og fremst taka það fram, að ég
ætla ekki að neinu verulegu leyti að taka ein-
staka dagskrárliði til umræðu. Mér hefur aldrei
dottið í hug að gera þá kröfu til útvarpsins, að
allt, sem farið er með þar, sé við mitt hæfi. Þvert
á móti tel ég það eina aðalskyldu þess að koma
svo víða við og hafa upp á svo margt að bjóða,
að eitthvað sé fyrir alla. Vitanlega getur það
valdið erfiðleikum á heiroilum, að sumir vilja
loka fyrir einhvern dagskrárlið og aðrir ekki, en
ég get ekki séð, að útvarpið geti úr því bætt, það
verður að vera einkamál heimilanna. Aftur á
móti tel ég útvarpinu bera skylda til að afla sér
tryggingar fyrir því, að sæmilegt mál sé á þvi,
sem flutt er í útvarpinu, svo að sjálft ríkisút-
varpið verði ekki til þess að spilla málfari Jjjóð-
arinnar. Vil ég í þessu sambandi benda á, að þaö
er blátt áfram ófært, að flámæltir og hljóðvilltir
menn flytji útvarpserindi. Skólar landsins hafa
tekið hér upp harða baráttu oí því skyni að út-
rýma þessu leiða málfarsfyrirbrigði úr tungu ])jóð-
arinnar. Ríkisútvarpið, sem er mest sótti skóli
þjóðarinnar,, má ekki skerast hér úr leik.
Íslendingassögur, íslenzkt mál og þulir.
I sambandi við þetta vil ég þá láta í ljós alveg
sérstaka ánægju með tvo dagskrárliði, sem teknir
hafa verið upp ekki alls fyrir Iöngu. Það er lest-
ur Njálu og Spurningar og svör um íslenzkt mál.
Ég þekki mörg heimili, þar sem Islendingasögurn-
ar liafa aldrei verið lesnar, en nú vill heimilisfólk-
ið ekki með nokkru móti missa af Njálulestrin-
um. Með skýringum dr. Einars 01. Sveinssonar
opnast þarna áreiðanlega mörgum nýr heimur
bókmennta, sem þeir höfðu ekki kunnað að meta.
Næsta sporið verður vonandi að menn fara sjálf-
ir að lesa sögurnar okkar. Sama er að segja um
spurningarnar og svörin hjá Birni Sigfússyni. Ég
hef orðið vör við, að margir hafa lært af þeim
tímum ýmislegt um íslenzkt mál, sem ekki gleym-
ist uftur vegna þess, hversu skemmtilega er með
efnið farið.
Aðeins eitt enn í sambandi við einstaka dag-
skrárliði get ég ekki varizt að nefna. Það er um
lestur kvæða í útvarpinu. Það er sjálfsagt ekkert
hægt við því að segja, ]>ó að skáld lesi upp sín
eigin kvæði þannig, að þau að minnsta kosti vinni
ekki við það. Ilitt finnst mér alveg óþarfi af út-
varpinu, að Iáta menn eða Ieyfa þeim að lesa
upp kvæði eftir okkar beztu skáld, t. d. Einar
Bencdiktsson, þannig að þau stórskemmist í með-
ferðinni. Við höfum ekkert að gera með kvæða-
upplestur í útvarpinu, nema því aðeins að það
sé gert af list, að minnsta kosti verður röddin að
vera skýr og áherzlur sæmilegar. Hvað mundi
söngelska fólkið segja ef ég og mínir líkar færum
að syngja í útvarpið, en til upplesturs kvæða
verður líka að gera alveg sérstakar kröfur.
Ekki er hægt að tala um útvarpið almennt
án þess að minnast á ]>ulina. Þó er nú svo fyrir að
þakka, að sem stendur virðast allir nokkurnveg-
inn ánægðir með þá, og er þá mikið sagt. Starf
þulsins er bæði vandasamt og vanþakklátt og það
verð ég að játa, að oftast hefur mér gramizt við
útvarpið í sambandi við það starf, og ]>á helzt
i sambandi við fréttalesturinn. Hef ég líka orðið
vör við það á ferðum mínum um landið, ekki
sizt upp til sveita, að fréttirnar, allar tegundir
þeirra, eru ]>að, sem fólkið leggur mesta áherzlu
á að njóta. Veltur þá allt á þvi, að málrómur þuls-
ins sé góður, og að hann hafi kynnt sér svo efnið,
að liann geti farið með það vel og skynsamlega.
En, sem sagt, nú er fréttalesturinn mjög sæmi-
legur og stundum ágætur.
Raddir lcvenna og afstaðan til ltonunnar.
Ég kem þá að því atriðinu, þar sem aðallega
hafa orðið árekstrar milli min og útvarpsins, en
það er í sambandi við afstöðu þess til kvenna
og hve litið áhrifa ]>eirra hefur gætt við útvarp-
ið. Afstöðuna til konunnar virðist mér mega
marka á tveimur mjög nýlegum dæmum úr
fréttalestri innlendra frétta. Þjóðkunnur maður
átti fimmtugsafmæli. Útvarpið sagði frá því að
minnsta kosti tvisvar sinnum, að hann væri son-
ur ákveðins manns, sem búið hefði á tilteknum
stað, móðirin var aldrei nefnd á nafn. Ég lieyrði
190
ÚTVARPSTÍÐINDI