Útvarpstíðindi - 20.11.1944, Page 3

Útvarpstíðindi - 20.11.1944, Page 3
Jón Norðfjörð segir frd starfi sínu d Akureyri og í Hafnarfirði I ágústferð Brúarfoss frá Kaup- mannahöfn til Reykjavíkur árið 1937, kom í farþegahópinn sólbrenndur maður, hár og grannur, svarthærður, klæddur ljósri skyrtu ermalausri, og hafði um hálsinn rauðan klút, sem hékk í þríhyrnu niður á herðar. Hann stakk nokkuð í stúf við hina herrana, sem á skipsfjöl stigu, og streyttust jakkaklæddir með flibba upp undir höku. Það var sólheitt þennan dag » og farþegar voru á þiljum, meðan skipið skreið út gáralaust Eyrarsund. Þá greip sólbrenndi maðurinn strengja hljóðfærið sitt, settist á lestarkantinn og hóf að leika og syngja. En farþeg- arnir tylltu sér í námunda og horfðu dreymnum augum til vesturs, þar sem tígulsteinahúsin, hvít með rauðum þökum, stungu sér eitt eftir annað inn í blámistraðan skóginn á Sjálands- ströndinni, sem fjarlægðist við hvern skrúfusnúning Brúarfoss. Þessum upp- tekna hætti hélt leikarinn, hvenær sem veður leyfði, — á Norðursjónum, — í Leith, og fyrsta áfangann út á Atlantshafið. Þessi rómantíski farand- söngvari skapaði hlýlegt umhverfi, — jafnvel á söltum sænum, og varð hann vinsælasti ferðafélagi. Þetta var norðlenzki leikarinn Jón J. N. sem próf. Turman í Landafræði og ást. Norðfjörð, nýkomnn frá Svíþjóð, en þar hafði hann leikið hlutverk í sögu- legri sýningu á vegum Gautaborgar. En veturinn áður var hann nemandi við Konunglega leikhúsið í Kaup- mannahöfn. Ég hafði ekki séð hann áður, en mundi eftir leikaramynd af honum, þar sem hann dregur annað augað í pung og er hinn tvíræðasti á svip. í kynningu ber hann ekki tví- ræðan svipinn. Hann er hýr og alúð- legur, ”alltaf í góðu skapi”, eins og hann segir sjálfur, og dálítið hlédræg- ur við blaðamenn, sem hann óttast að hafi of margt eftir sér. — ”Ég vil ekki láta hafa eftir mér mikið hrós um mig sjálfan”. Jón Norðfjörð er einhver athafna- mesti leikari og leikstjóri norðanlands. Hann hefur nú, fertugur að aldri, leik- ið 60 hlutverk og haft leikstjórn á 30 leikritum, þar í taldir nokkrir einþátt- ungar. í vetur dvelur hann í Hafnar- firði á vegum leikfélagsins þar, ann- ÚTVARPSTÍÐINDI 139

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.