Útvarpstíðindi - 09.08.1948, Síða 8

Útvarpstíðindi - 09.08.1948, Síða 8
272 ÚTVARPSTÍÐINDT Erfitt fréttastarf á stríásárunum Viðtal við Per Björnsson Soot SVO MÁ SEGJA, að á styrjaldar- árunum hafi augu okkar fslendinga opnast fyrir því hve nauðsynlegt okk- ur hafði allt af verið sambandið við Norðurlönd. Við fundum það fyrst glögglega þegar þetta samband var skyndilega rofið, hve dýrmætt það hafði verið fyrir okkur. Kom það til dæmis 1 ljós undir eins og fyrstu skipin komu frá Danmörku 1945 að við söknuðum danskra blaða og bóka, ekki síður en frétta af vinum og kunningjum á Norðurlöndum, því að biðraðir mynduðust við dyr þeirra bókaverzlana í Reykjavík sem fengu eitthvað af dönskum blöðum og bók- um. Ég átti því láni að fagna að mega taka þátt í för Esju til Kaupmanna- hafnar í maí og júní 1945, rétt eftir að Þjóðverjar höfðu gefist upp í Dan- mörku og Danir gátu aftur tekið við landi sínu úr hers höndum. Ég man, þegar ég lagði upp í þessa ferð, að bóksalar í Reykjavík, sem ekki gátu fengið far, komu ttl mín og báðu mig að kaupa allt það af bókum, sem ég gæti og ná í eins mikið af blöðum, jafn vel þó að um væri að ræða göm- ul vikublöð, sem ég gæti. ,,Það er al- veg sama þó að þau séu gömul. Þau verða rifin út“. — Ég hafði þetta í hyggj u meðan ég dvaldi í Kaup- mannahöfn og keypti eins og ég gat af dönskum bókum, en gjaldeyrir var takmarkaður og auk þess ekki víst hvað ég gæti tekið með af farangri. Erfitt var að kaupa vikublöðin, en ég keypti þó nokkur hundruð eintök og þar á meðal gömul blöð. Og svo af- henti ég þetta einum bóksalanum. Hann stóð á tröppunum hjá mér heima þegar ég kom og fór ekki fyrr en ég var búinn að afhenda honum allt sem ég gat. Tveim dögum síðar var allt uppselt hjá honum. Og þó virtist mér, af því sem ég heyrði, að hann hefði ekki klipið af verðinu. Þetta sýndi að fólk var hungrað í danskar bækur og blöð, einnig bækur og blöð frá Svíþjóð og Noregi, en af skiljanlegum ástæðum hafði mér ekki tekist að ná í neitt frá þeim löndum. Ferðalög okkar til þessara þriggja landa undanfarin ár, síðan styrjöld- inni lauk, sýna einnig og sanna, hve mjög við æskjum eftir því að geta veitt okkur þann munað að heim- sækja þessar þjóðir og dvalið meðal þeirra, þó að ekki sé nema skamma hríð. Við viljum bæta okkur upp ein- angi'unina frá þeim, sambandsslitin við þær á stríðsárunum. Ég hygg líka að sjaldan hafi verið hlustað eins vel á íslenzka útvarpið á stríðsárunum og þegai' lesin voru upp Kaupmannahafnarbréf fréttaritara útvarpsins þar. Þau voru strjál, komu mjög sjaldan, en voru því kærkomn- ari. En þetta var eina sambandið sem við höfðum við Norðurlöndin á styrj- aldarárunum. Og það var norskur

x

Útvarpstíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.