Útvarpstíðindi - 21.03.1949, Page 3
ÚtvarpstíSindi
75
—
ÚTVARPSTIÐINDI
koma út hálfsmánaðarlega.
Árgangurinn kostar kr. 25.00 og
greiðist fyrirfram. — Uppsögn er
bundin við áramót.
Afgreiðslu og innheimtu annast:
Bókabúðin Lauganes, sími 7038,
pósthólf 464. Heimasími afgreiðslu
5046.
Ritstjórar og ábyrgðarm.:
Eiríkur Baldvinsson, Barónsstíg
25, sími 5089; Jón Magnússon,
Langholtsvegi 135, sími 2296;
Stefán Jónsson, Skipasundi 67, sími
80915.
Útgefandi Útvarpstíðindi h.f.
PRENTSMIÐJAN EDDA H.F.
V-----------------------J
Útvarpib
OG SVEITIRNAR
Eins og hlustendum er kunnugt, hefur
búnaðarþing verið háð hér í Reykjavík
undanfarna daga. í sambandi við það verð-
ur efnt til bændaviku í útvarpinu nú í lok
marzmánaðar og mun hún allmjög setja
sinn svip á dagskrána þá dagana. Fjöl-
mörg erindi verða flutt, sem einkum eru
ætluð bændum og búaliði, og eru þau að
nokkru kynnt á öðrum stað hér í blaðinu.
Erindi þessi munu vekja athygli í sveit-
um landsins og almennt verða á þau hlust-
að.
Annars hefur oft verið kvartað yfir því,
bæði í blöðum og í útvarpi, að hlutur
bænda væri fyrir borð borinn í útvarpinu,
og sérmálum sveitanna væri lítill sómi
sýndur af þeim, er dagskránni ráða, og er
skemmst að minnast þeirrar óánægju, er
fréttamaður hins nýlokna búnaðarþings
lét í ljós þá er hann sagði frá gerðum þess
á elleftu stundu kvöld hvert og hugði flesta
sofandi af væntanlegum hlustendum.
Það er vitað mál, að fólk í sveitum lands-
gengur yfirleitt fyrr til náða en borgarbúar
og síðasta hluta kvölddagskrárinnar er því
vafasamt að ætla sveitamönnum sérstak-
lega. Getur hver sem er sett sig í spor
fréttamannsins, sem flutti áhugamál sín
og jafnvel heillar stéttar yfir sofandi fólki!
En hvað sem þessu líður, þá virðist vera
mjög eðlilegt að bændur vilji fá sérstakan
þátt eða sérstakan tíma í útvarpinu fyrir
sérmál sín, og væri hann á þeim tíma
dagsins sem hentugastur væri fyrir þá. Ef
til vill er erfitt að finna þann tíma, sem
allir aðilar væru ánægðir með, og senni-
legt er, að Reykvíkingar og aðrir bæjar-
menn vildu ógjarna hlusta á mjög marga
búnaðarþætti í kvölddagskránni, enda
ekki víst að bændum hentaði sá tími betur
en t. d. um eitt-leytið á daginn að loknu
hádegisútvarpi. Lætur að líkum, að sá tími
sé einmitt heppilegur, þar eð hinni sérstöku
bændaviku hefur venjulega verið ætlaður
hann.
Segja má, að nú á tímum geti enginn,
sem lifa vill nokkru menningarlífi, komizt
af án viðtækis, þó er þörfin enn brýnni í
sveitum en í kaupstöðum, þar sem að ýmsu
leyti er auðveldara á annan hátt að fylgj-
ast með því sem er að gerast. Það hefur
oft verið á það bent, hversu fjarlægðirnar
minnki með batnandi samgöngum og vissu-
lega má heimfæra þetta upp á útvarpið
líka, þá er íbúar dreifbýlisins eiga þess
kost að fylgjast daglega með þvi helzta
sem er að gerast víðsvegar í heiminum.
Á öldum ljósvakans berst dalbúanum
einnig margs konar fræðsla og skemmtun,
auk daglegra frétta, og þótt sérmál hans
séu að jafnaði ekki rædd, á hann fjölmörg
áhugamál sameiginleg þeim, er við sjóinn
búa. Hafi útvarpið gott efni að flytja, á það
erindi til allra.