Útvarpstíðindi - 21.03.1949, Blaðsíða 17

Útvarpstíðindi - 21.03.1949, Blaðsíða 17
ÚtvarpstíSindi 89 sambandi við símamanninn og nú kemur fyrsta samtalið. Það hringir í áhaldinu framan við míkrofóninn, og maðurinn sem þar er, hrópar: „Hættið að spila!“ Hljóm- sveitin hættir og Bert Parks tekur upp simaáhaldið. í því kemur drengur inn með miða og á hann er skrifað nafn og heim- ilisfang Mr. Browns. Mr. Brown hefur þekkt lagiö Home, Home on the Range, og fær radiogrammó- fón í verðlaun. Og þá kemur spurning núm-. er tvö: Þekkið þér þetta leyndardómsfulla lag? Hljómsveitin leikur lag í hálfa mín- útu. Það er dauöaþögn í salnum og dauða- þögn í simanum. Allir vita, að til mikils er að vinna, geysileg verðmæti í boði, allt að 30.000 dollarar. En nú fór illa, hvorki herra né frú Brown þekktu lagið. — Sorry, sorry, kallar Parks og herra Brown verður að gera sig ánægðan með radiogrammófóninn. Dagskráin heldur áfram. Hvert lag er ekki leikið nema í tvær mínútur í mesta lagi, flest þeirra kannast hlustendur viö strax, en erfiðlega gengur með lagið leynd- ardómsfulla. Það er haldið áfram með það viku eftir viku, þar til einhver getur sagt, hvaða lag þetta sé, og fær þá sá hinn sami öll þessi óhemju auðæfi. Síðan er byrjað með nýtt lag og ný verðlaun. Geti sá, sem hringt er til, ekki sagt nafnið á fyrsta lag- inu, sem leikiö er, fær einhver hinna 10 útvöldu frá áhorfendunum tækifærið, en þeir hafa aldrei rétt til að gizka á lagið leyndardómsfulla, því það er eingöngu ætlað þeim milljónum hlustenda sem fjarstaddir eru. Þessi leyndardómsfullu lög hafa jöfnum höndum verið valin úr klassiskri sem ný- tízku tónlist. Hinir einu, sem frá upphafi vita nafn lagsins, eru dagskrárstjórinn, Bert Parks og Harry Salter. Sá, sem spurður er um lagið, verður að gefa nákvæmt svar, annars getur hann ekki gert sér vonir um að eignast auðæfin. Og hver leggur svo til verðlaunin? Þau eru einfaldlega fengin með auglýsinga- starfsemi. Fjöldi fyrirtækja gefur af fram- leiðslu sinni til verðlaunanna, en nafn hvers þeirra er nefnt í dagskrárþættinum, og þykir sú auglýsing vel borga gjöfina. Skrá yfir öll verðlaunin, sem John Oaks vann fyrir að þekkja lagið „When the bridegroom comes“, er þannig: Rikisskuldabréf 1000 dollarar, armbands- úr með gimsteinum 2500 dollarar, Jans- sens-Regency-píanó 1000 dollarar, dem- antshring í platínuumgjörð 3000 dollarar, nýtízku húsgögn í dagstofu 2000 dollarar, eldhússútbúnaður úr ryðfríu stáli 2000 doll- arar, tvenna fatnaði fyrir sérhverja stúlku á þeim barnaheimilum í USA, sem John Oaks vildi benda á, perluhálsband með ekta perlum og demantslás (borið af Jenni- fer Jones í nýju kvikmyndinni „Myndin af Jenny“) 1500 dollarar, minnkaslá 1800 doll., skápur með rúmfatnaði 1500 doll., fullkom- in uppsetning af svefnpokum dr. Dentons og barnagæzla tvö kvöld í viku í heilt ár 1200 doll., fullkominn silfurborðbúnaður fyrir 12 manns 1200 doll., ferðaútbúnaður í Amelia Earhart-stíl, dömufatnaður til að vera í á dýrustu sumarhótelum 1000 doll., frí í Palm Springs, Kaliforniu ásamt öllum kostnaði, fimmtíu dollara hatt handa frúnni á hverjum mánuði ársins, fjórar manchettskyrtur fyrir hvern mánuð ársins, ilmvötn fyrir 100 dollara, fjórar nýjar bækur á hverjum mánuði ársins frá Simon & Schuster, fimmtán dollara konfektaskja hvern mánuð, pakka með leikföngum og spilum hvern mánuð, rafmagnstæki til heimilisnotkunar, ryksuga, brauðrist o. fl. hvern mánuð ársins, Kaiser Deluxe Sedan — model 1949, og loks sverðið, sem eitt sinn tilheyrði Wainwright hershöfðingj a, hetjunni frá Bataan.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.