Útvarpstíðindi - 21.03.1949, Blaðsíða 22

Útvarpstíðindi - 21.03.1949, Blaðsíða 22
94 ÚtvarpstíSivdi 4. frásögn af hinum ráðsnjalla sölumanni: Alexander Botts EFTIR WILLIAM HAZLETT UPSON sem ég kann að hamra járnið meðan það er heitt, sagði ég herra Johnson, að ég hefði ekið viljandi út af pallinum til þess aö sýna honum hversu sterk- byggðar þessar vélar eru. — Svo féllst hann á að fara ekki af dráttarvélinni strax, eftir að ég hafði heitið honum því, aö taka ekki fleiri stökk af þessu tæi, og við lögðum aftur af stað. (Ath.: Gerið svo vel að skila því til verkfræðingsins ykkar, að Alexander Botts óski honum til hamingju með að hafa smíðað næstum því óbrjótandi dráttarvél. En segið honum, að ég óski þess, að hann útbúi þykkari og mýkri setur. Ef neðri-endi hryggjarins á verkfræðingnum vaéri eins sár og minn er núna, myndi hann gera sér grein fyrir því, að æskilegt getur verið að hafa öfluga og þykka púða í dráttarvélasætum). Svo ókum við eftir aðalstræti Cyprus-City, og stór hópur borgaranna stóð og horfði aðdáunaraugum á eftir okkur. Þá fannst mér allt í einu að ég fyndi brunalykt. — Ég staðnæmdist umsvifalaust, — lyfti upp vélar-hlífinni, og sá. að málningin á vélinni kraumaði og rauk eins og flesk á pönnu. „Kannske það vanti vatn í vatnskassann," sagði herra Johnson. (Ath.: Ég vil vekja athygli á því, að hjá svona atvikum yrði komist ei verkfræðingurinn útbyggi loftkældar vélar í dráttarvélarnar). Ég fékk lánaða skjólu í búð, og fyllti vatnskassann. — Auðsýnt var, að sökum aðgæzlu minnar og snarræði í vandanum, var enginn skaði skeður. Ekki höfðum við ekið nema fáa faðma eftir þetta þegar ég fann að drátt- arvélin kipptist smávegis til. — Svo leit ég til baka eftir svolitla stund, og sá þarna, — rétt við gangstéttarbrúnina, þann langstærsta gosbrunn, sem ég hef séð á æfi minni. — Þarna gaus upp heljarmikil vatnssúla, — að minnsta kosti átta þumlungar í þvermál, — hátt upp í loftið og breiddi úr sér að ofan eins og gorkúla og féll svo niður allt í kring eins og Niagara foss. Éfe heyrði einhvern hrópa eitthvað um brunahana; og þar sem ég er eld- fljótur að hugsa, skildi ég strax hvað fyrir hafði komið. — Vélar-hlífin á drátt- arvélinni er svo fyrirferðarmikil að hún hafði hindrað það að ég gæti séð bruna- hanann þarna rétt fyrir framan mig. Ég hafði því miður ekið beint á hann, og þar sem hann var úr mjög óvönduðu og lélegu efni hafði hann bara brotnað af við áreksturinn. Til að byrja með voru menn í æstu skapi, — fólkið þaut um allt eins og fiður í vindi og æpti og skrækti. — Lögreglustjórinn kom og skrifaði hjá sér nafn mitt, eins og hann héldi að þetta væri mér að kenna — þrátt fyrir þá staðreynd að brunahaninn var á svo hættulegum stað. Mér fór ekki að lítast á blikuna, hversu vatnið jókst á götunni, og þar af leiðandi létti mér mjög þegar þeim loksins tókst að ná sambandi við vatns- veitustjórnina, og fá skrúfað fyrý- vatnið. — Málum er, — skal ég segja ykkur, — þannig háttað hér, að brunaleiðslurnar eru tengdar við Missisippi-fljótið, og hefðu þeir ekki skrúfað fyrir vatnsrennslið, hefði allt fljótið streymt in í við- skiptahverfi Cyprus-City. Framh.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.