Útvarpstíðindi - 21.03.1949, Blaðsíða 18
90
Útvarpstíðindi
BARNA-
TÍMINN
Um langan tíma heí'ur sá háttur verið'
hafð'ur á, að sami maður hefur að mestu
leyti annast sunnudagstíma barnanna svo
misserum eða jafnvel árum skipti. Það hef-
ur því þótt við brenna, er til lengdar lét,
að tímarnir yrðu nokkuð fábreyttir.
Að áliðnum þessum vetri var það nýmæli
upp tekið, að skipta barnatímanum milli
þriggja aðila og hafa þau Hildur Kalman,
Sveinbjörn Jónsson og Þorsteinn Ö. Step-
hensen nú urn sinn annast tímann til
skiptist. Ætti þetta að geta orðið til bóta,
þar sem það má heita ofætlun einum
manni, sem auk þess venjulega er öðrum
störfum hlaðinn, að geta á viku hverri kom-
ið með nýstárlegt skemmtiefni við hæfi
barna, sem eru að jafnaði mjög vandlátir
hlustendur og leggja ekki eyrun að öðru
en því, sem vekur áhuga þeirra. En barna-
bókmenntir okkar eru fremur fábreyttar
og flest af því bezta í þeim þaullesið af
læsum börnum og erfitt að afla nokkurs
erlendis frá eins og nú er komið innflutn-
ingi bóka.
Mun ég nú gera nokkra grein íyrir tveim
síðustu barnatímum eins og þeir komu mér
fyrir eyru.
Þann 13. marz. Sveinbjörn Jónsson ann-
ast tímann:
Tíminn byrjaði nokkuð vel. Stálpaðar
telpur sungu og léku á gítar og telpa las
smásögu. Þetta var rösklega flutt og mjög
áheyrilegt, sérstaklega flutningur sögunn-
ar. Þessu næst var atriði, sem nefnt var
skemmtiþáttur, en því miður algerlega mis-
heppnaður sem slíkur. Þátturinn var aðal-
lega samantíndir „billegir brandarar“ og
miklu frekar við hæfi fullorðinna en barna
ef nokkrum væri ætlandi að hafa skemmt-
un af. Það má og teljast mjög hæpið að
„fá að láni“ atriði eins og um manninn,
sem sat á kettinum og þurrkaði sér með
blekuga vasaklútnum, úr sögunni um
íeimna unglinginn, sem hefur verið marg-
lesin í barnatímanum. Það er ekki verið
að heimta það að þessir þættir hafi list-
gildi þótt óneitanlega væri skemmtilegra
að þeir hefðu eitthvert gildi, en lágmarks-
krafan er, að þeir séu flutningshæfir. —
Að síðustu flutti Sveinbjörn þátt frá ír-
landi, sem var nokkuð góður, en ef til vill
fuli daufgerður til að halda athygli barn-
anna vakandi allan tímann.
Þann 23. marz. Þorsteinn Ö. Stephensen
annast tímann.
Tími þessi var i heild allgóður. Tvær
telpur lásu sögur og var lestur þeirra góð-
ur og annarrar með ágætum. Stefán Jóns-
son, námsstjóri, er gamalkunnur í barna-
tímanum. Hann hefur frá mörgu og oft
skemmtilegu að segja. í þessum tíma sagði
hann ferðasögu frá Svíþjóð. Þátturinn var
helzt til langdreginn, en annars góöur. —
Næsta atriði var bæði óvenjulegt og af-
bragðs gott. Þrjú ung systkin léku saman
á hljóöíæri. — Að síðustu las Þorsteinn
þátt eftir Jóhann Hannesson, kristniboða.
Jóhann hefur verið afar vinsæll útvarps-
fyrirlesari bæði hjá börnum og fullorðnum.
En við þennan þátt var það að athuga, að
Jóhann samdi hann upphaflega fyrir
barnatímann og flutti hann þar sjálfur
ekki alls fyrir löngu. Auk þess var þáttur-
inn birtur nýlega í barnabókinni Fann-
eyju, svo hætt er við, að hann hafi verið
orðinn börnunum of kunnur til þess að
þau hefðu áhuga á honum. veb.