Útvarpstíðindi - 21.03.1949, Page 16

Útvarpstíðindi - 21.03.1949, Page 16
88 Útvarpatíðindi Ókynnta lagib Á hverju sunnudagskvöldi sitja millj- ónir amerískra útvarpshlustenda viS tæki sín og bíða eftir að síminn hringi. Ef hringt yrði til þeirra frá New York, gætu þeir orðið ríkir í einni svipan, aðeins ef þeir þekktu tvö lög, sem leikin væru fyrir þá í útvarpinu. Þátturinn „hættið að spila“ hefur orð- ið að risavaxinni auglýsingu fyrir The Ame- rican Broadcasting Company og farið sig- urför um þvera og endilanga Ameríku. Hljómleikar þessir eru sendir frá einu leikhúsanna á Broadway á hverju sunnu- dagskvöldi milli kl. 8 og 9 — New York tími. Meira en klukkustund áður en húsið er opnað fyrir útvarpshlustendur, hafa hundruð manna safnazt saman úti fyrir, fólk, sem vill með eigin augum sjá hvað fram fer þegar eftirlætisdagskrá þess er útvarpað. Hver og einn vonast eftir að verða sá hamingjusami, verða valinn til að svara spurninguni um ókynnta lagið og kannski vinna radiogrammofon, þvottavél eða einhvern annan skemmtilegan „smá- hlut“ til heimilisins. Dyrnar eru opnaðar og fólkið streymir inn. Dagskrárstjórinn hefur nýlokið við mjög flókihn undirbúning happdrættis, til þess að velja símanúmer kvöldsins. Á næstu hæð fyrir ofan sitja þrjár símastúlk- ur við skiptiborð og bíða eftir merki um að hefja símahringingar út um öll Banda- ríkin. Dagskrárstjórinn kemur fram á leik- sviðið og nú fyrst byrjar hamagangurinn. Helmingur áhorfenda, flest kvenfólk, stillir sér upp og veifar honum af ákafa. Festu- leg dama á einum af fremstu bekkjun- um veifar og skrækir, svo smýgur gegnum merg og bein. Önnur, sem situr þar skammt frá, virðist ekki hafa miklar líkur fyrir að verða heyrð. En það gerir ekki svo mik- ið til, segir hún, því að hún er með undur- samlegan hatt og hvíta hanzka, og slíkir hlutir vekja gjarnan eftirtekt. Hún varð líka fyrir valinu. Loks var búið að velja hina hamingju- sömu úr hópnum, og nú kom Harry Salter með 20 manna hljómsveit inn á leiksviðið og hinn vinsæli þulur Bert Parks. Og símastúlkurnar á efri hæðinni eru tilbúnar að sínu leyti. Bert Parks situr nú við borðið sitt, sem er á miðju leiksviðinu. Á borðinu hefur hann tvo síma og einn míkrófón. Hægra megin við hann situr ritarinn hans, vinstra megin stendur Harry Salter og bíður þess, að merki sé gefið. Neðan við leiksviðið sitja hin 10 útvöldu mjög spennt í bið eftir tækifærinu. Til hægri á sviðinu er míkró- fónn, sem er í vari fyrir hljómsveitinni, fyrir framan hann er sérstakur útbúnaður, sem í heyrist eins og símahringing, ef hringt er á hann. Sérstakur maður er hafður til að sjá um þetta fyrirbrigði, hlutverk annars er að hrópa og veifa til áhorfenda, svo að hlustendur úti á landi megi heyra klapp og köll, þegar einhver þekkir ókynnta lagið. Yzt á leiksviðinu, í sérstöku herbergi, eru iðnfræðingar og dag- skrárstjórinn, en hann situr við síma, sem er í beinu sambandi bæði við skiptiborðið á efri hæðinni og við Bert Parks á leik- sviðinu. Og nú er allt sett í gang. Fyrst lúðra- blástur — síðan Bert Parks — og þar næst tilkynning. Þá leikur hljómsveitin fyrsta lagið, hið vinsæla lag „Buttons and Bows“, en það vinnst ekki tími til neinna síma- hringinga fyrstu mínúturnar — strax á eftir er leikið nýtt lag, í þetta sinn „Home, Home on the Range“. Ljósmerki sést á borðinu hjá Parks. Dagskrárstjórinn er 1

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.