Útvarpstíðindi - 21.03.1949, Page 8
80
Útvarpstiðindi
Tndrifti Wnage.
tymÍHf DAGSKRÁR
í byrjun apríl verður flutt leikritið Sjúk,-
leg dst, eftir franska skáldið Prancois Mau-
riac.
Francois Mauriac er fæddur 1885 og hef-
ur lengi verið meðlimur í frönsku Academí-
unni. Hann er meðal þekktustu rithöfunda
Frakka, þeirra, sem nú eru uppi. Einkum
eru það skáldsögurnar, sem hafa gert hann
víðfrægan, en þær eru margar hverjar
gagnsýrðar kaþólskum trúaranda, en rit-
gerðir hans og bækur um sálfræðileg efni
eru einnig mikið lesnar. Æfisögu Jesú
Krists skrifaði Mauriac árið 1937. — Á her-
námsárunum stóð Mauriac framarlega í
frönsku mótspyrnuhreyfingunni og hefur
síðan gefið sig mjög við stjórnmálum, —
til dæmis stjórnar hann áróðursstarfsem-
inni fyrir De Gaulle hershöfðingja.
Tnga Þórðardáttir.
Ema Sigurleijsdóttir í „Vertu bara kdtur".
Indriði Waage fer m'eð leikstjórn, og
fer jafnframt með hlutverk föðursins. —
Inga Þórðardóttir leikur eldri dótturina. —
Helga Möller leikur yngri dótturina. — Ró-
bert Arnfinnsson leikur unnastann. — Erna
Sigurleifsdóttir leikur vinkonu systranna.