Útvarpstíðindi - 21.03.1949, Blaðsíða 6
78
Útvarpstíðindi
Oísli Kristjánsson
ritstjóri Freys.
Búnaðarvika
í útvarpinu
Ilalldór Pálsson
sauðfjárræktnrráðurmutur.
Búnaðarfélag íslands annast búnaðar-
vikuna, sem efnt verður til í útvarpinu, en
Gísli Kristjánsson, ritstjóri, sér um fram-
kvæmd hennar fyrir hönd félagsins, og
hefur haft með höndum stjórn undirbún-
ingsins. Búnaðarvikan verður nú með
nokkuð öðrum hætti en tíðkazt hefur áð-
ur, einkum er það nýbreytni, að þeir Gísli
Kristjánsson og Halldór Pálsson, ráðunaut-
ur, munu rabba við nokkra bændur um bú-
skap og búnaðarháttu almennt. Bændurnir,
sem taka þátt í þessum viðræðum verða
þeir: Kristján Karlsson, skólastjóri á Hól-
um, Baldur Baldvinsson á Ófeigsstöðum,
Páll Pálsson á Þúfum, Þorsteinn Sigfússon,
Sandbrekku, og Þorsteinn Sigurðsson á
Vatnsleysu.
Þá verður fjöldi erinda fluttur um land-
búnaðarmál og heimilisstörf í sveitum.
Svafa Þorleifsdóttir, fyrrv. skólastj., flyt-
ur erindi um ullariðnað, Anna Gísladóttir
talar um heimilishagfrœði, Guðrún Páls-
dóttir á Hallormsstað flytur erindi, er hún
nefnir: Horft til baka og fram á leið, enn-
ennfremur munu þær Jónína frá Lækja-
móti og Valborg Sigurðardóttir, skólastjóri,
flytja erindi.
Stefán Björnsson, mjólkurfræðingur,
flytur erindi um breytingar á fitu-innihaldi
mjólkur, og EÖvarð Sigurðsson, mjólkurfr.,
talar um mjaltir. Páll Pálsson, dýralæknir,
um vettvang dýralœknisins. Páll Sveinsson,
búfræðikandidat, flytur erindi, sem hann
nefnir: Sandgrœðslan og þjóðin, og Ey-
vindur Jónsson, búfræðikandidat, talar um:
Niðurstöður búreikninga.
Guðmundur Jónsson, skólastj. á Hvann-
eyri, flytur erindi um starfssvíð verkfœra-
Stefán Bjömsson, mjólkurbússtj., cand lact.