Útvarpstíðindi - 21.03.1949, Blaðsíða 12

Útvarpstíðindi - 21.03.1949, Blaðsíða 12
84 ÚtvarpstíOindi Vikan 3.—9. apríl (Drögr). Sunnudagur 3. apríl: 11.00 Messa í Hallgrímskirkju. 13.15 Erindi: XJppeldi og afbrot; V.: Hófsemi, frelsi og siðgæði (dr. Matthías Jónasson). 15.15 Útvarp til íslendinga erlendis: Fréttir og erindi. 15.45 Miðdegistónleikar (plötur): a) Prelú- día, aría og finale eftir César Franck. b) Fiðlusónata í A-dúr eftir Handel. c) Ellefu Vínardansar eftir Beethoven. 16.30 Skákþáttur (Guðmundur Arnlaugsson). 18.30 Barnatími (Þorsteinn Ö. Stephensen). 19.30 Tónleikar: Dansskólinn, ballettmúsik. 20.20 Einleikur á fiðlu (Björn Ólafsson). 20.40 Erindi. 21.05 Tónleikar: Konsert í C-dúr fyrir flautu og hörpu eftir Mozart (konsertinn verður end- urtekinn n. k. þriðjudag). 21.30 ..... 22.05 Danslög (plötur). Mánuda§:ur 4. apríl: 20.30 Utvarpshljómsveitin: Itölsk alþýðulög. 20.45 Um daginn og veginn. 21.05 Einsöngur: Sigrid Onegin (plötur). 21.20 Erindi. 21.50 Lög og réttur. Spurningar og svör (Ól- afur Jóhannesson prófessor). 22.15 Létt lög (plötur). Þriðjudagur 5. apríl: 18.00 Barnatími: Framhaldssaga (frú Sól- veig Pétursdóttir). 20.20 Tónleikar Tónlistarskólans: Tríó op. 1 nr. 1 eftir Beethoven (Björn Ólafsson, Rögn- valdur Sigurjónsson og dr. Edelstein). 20.40 Erindi. 21.15 Úr dagbók Gunnu Stínu. 21.40 Upplestur. 22.15 Endurteknir tónleikar: Konsert í C- dúr fyrir flautu og hörpu eftir Mozart (plöt- ur). Miðvikudagur 6. apríl: 20.30 Kvöldvaka: a) Lárus Rist flytur ferða- þátt: Hugleiðingar á gandreið. b) Viðtal við tíræðan öldung, Runólf Runólfsson bónda. c) 22.15 Óskalög. Fimmtudagur 7. apríl: 20.20 Útvarpshljómsveitin (Þórarinn Guð- mundsson stjórnar): a) „Helina in fagra“, forleikur eftir Offenbach. b) „Vorkliður“ eftir Sinding. c) „Ástarljóð" eftir Becce. d) Vals eítir Lincke. 20.45 Lestur fornrita: Úr Fornaldarsögum Norðurlanda (Andrés Björnsson). að sækja æfingar, auk þess eru félagarnir sumir komnir til Selfoss og jafnvel til Reykjavíkur, t. d. hinir vel þekktu söng- menn úr Karlakór Reykjavíkur, þeir Þor- valdur Ágústsson og Óskar Sigurgeirsson. Þekktastir munu þó vera þeir hræður frá Hæli: Steinþór og Þorgeir Gestssynir, en þeir voru í M. A. kvartettinum, vinsæl- asta kvartett, sem starfað hefur hér á landi, og útvarpshlustendur allir munu kannast við. Hreppakórinn hefur oft sungið opinber- lega heima í sveit sinni og nálægum sveit- um bæði á skemmtunum og einnig hald- ið sjálfstæðar söngskemmtanir. Hann hef- ur og haldið söngskemmtanir austur í Vík í Mýrdal og einu sinni í Keflavík og Grindavík. Núverandi formaður kórsins er Stein- þór Gestsson á Hæli, en á undan honum var Helgi Ágústsson, nú á Selfossi, formað- ur, og eftir því sem einn af félögunum hefur tjáð blaðinu, hefur hann lengst af verið lífið og sálin í félagsskapnum, næst söngstjóranum. Ekki er að efa, að útvarpshlustendur hlakka til að heyra þessa menn taka lagið á laugardagskvöldið. Guðmundur Kjartansson, jarðfræðingur, talar um eldgos og eldfjöll. Hann segir sjálfur svo frá: Erindi mín verða sennilega þrjú. í hinu fyrsta ætla ég að leit- ast við að skýra fyrir hlustendum, hvað eld- gos er — að svo miklu leyti, sem ég veit það sjálfur — og hvað ætla má að í þeim gerist, einkum í jörðu niðri og

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.