Útvarpstíðindi - 21.03.1949, Page 19

Útvarpstíðindi - 21.03.1949, Page 19
Útvarpstíðindi 91 Þið ráðið HVORT ÞIÐ TRÚIÐ í öðru tbl. var sagt frú, hvernig getur l'arið ef gleym- ist áð skrúfa fyrir. Hér er sagt frá hvernig getur farið ef gleymist að opna. — Það er ekki hrein-íslenzkt fyrirbrigði, að þingmenn ræði fjárlögin í útvarpi. Það er heldur ekkert sérstakt íslenzkt fyrir- brigði, að þingmennirnir ræði um allt ann- að en fjárlögin við það tækifæri. í Chile er það líka siður, að fjárlagaum- ræöum þingsins er útvarpað, eða hluta af þeim. — Þar til í fyrra var sá háttur hafð- ur á, að þingmennirnir héldu ræður sínar í salarkynnum útvarpsstöðvarinnar, og voru þá einir í ræðumannsklefanum eins og hverjir aðrir fyrirlesarar. Nú er þeim út- varpað beint úr þingsölunum. — Ástæðan til breytingarinnar er mjög athyglisverð. Einn af helztu leiðtogum demókrata, Petro José, sem jafnframt var einn af snörpustu og eldlegustu ræðumönnum iandsins, varð fyrir hryllilegu áfalli. — Petro José er meðalmaður á hæð, rauðleit- ur í andliti og ákaflega tilfinninganæmur. Hann talaöi af slíkum áhuga, að líkami hans skalf frá hvirfli til ilja, og jafnvel eyrun blöktu í ræðustólnum. — Það er erf- itt fyrir þá, sem ekki hafa séð ræðumenn af afríkönsku og spönsku kyni tala, að gera sér grein fyrir því, hversu dásamlega heill- andi það getur verið. José hafði orðið fyrir heiftarlegri per- sónulegri árás af andstæðingi sínum, er talaði næst á undan. — Hann skalf eins og laufblað í vindi, er hann gekk inn í ræðu- mannsherbergið, studdur af tveimur trúum og dyggum flokksbræðrum. — Hann hafði 30 mínútur til umráða og byrjaði strax. Magnaraverðir lágu á gægjum við litla gluggann, því þeir vissu hvílík dægrastytt- ing það var að sjá José tala. — Hver einn og einasti maður úr tæknideild útvarpsins hópaðist saman við litla gluggann, og sú sjón, er mætti þeim, lét þá gleyma stund og staö. José virtist byrja tiltölulega rólega. Hann hélt höndum um borðbrúnirnar og sat á- lútur og talaði beint inn í hljóðnemann og beit saman tönnunum. — Skyndilega reis hann til hálfs úr sætinu, sparkaði af sér inniskónum, varpaði af sér jakkanum og æpti nú hvatningarorð sín til þjóðarinnar, svo að ómurinn af þeim heyrðist í gegnum einangraðan vegginn, greip hljóðnemann báðum höndum, æddi með hann fram og aftur um gólfið, talandi, æpandi, grátandi og biðjandi. Svitinn tók að renna af and- liti hans í stríðum straumum, — skyrtan límdist við bakið, hárið féll niður yfir aug- un, og maðurinn gekk berserksgang. Hann stökk hornanna milli í herberginu í tveim- ur skrefum, — snérist við eins og skopp- arakringla, — æpti, rökræddi og deildi, lagði til ósýnilegra andstæðinga sinna með hljóðnemanum, ranghvolfdi augunum, hló hæðnishlátur svo skein í tennurnar, — staðnæmdist við borðið, — gerði nokkrar tregafullar munn-hreyfingar og bendingar, hneygði sig í áttina til ósýnilegra hlustenda, leit á klukkuna og magnaði sig svo upp í annan stríðsdans, með nýjum tilbrigðum, engu óásjálegri. í ræðulokin var hann kominn að niður- lotum. Hann fékk sér að drekka, skvetti framan í sig síðustu vatnslögginni úr flöskunni, kvaddi og skreið fremur en gekk til dyranna, máttvana, en handviss um aö þvílík ræða hefði aldrei verið haldin um fjárlög Chile. í dyrunum mætti herra José yfirmagnara- verðinum, náfölum og bljúgum. Hann tjáði herra José, að vegna tekniskra mistaka hefði ræðu hans ekki verið útvarpað, — hvort hann gæti ekki endurtekið hana. Petro José er nú á geðveikrahæli. Hann getur ekki hætt að endurtaka ræðuna sína. Lausl. þýtt.

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.