Útvarpstíðindi - 21.03.1949, Page 11

Útvarpstíðindi - 21.03.1949, Page 11
Útvarpstíðindi 83 Kvöldvaka bændavikunnar Gísli Kristjánsson, rit- stjóri, flytur erindi eftir Þorbjörn frá Geita- skarði, sem hann nefn- ir: „Jarðrœkt og mann- rœkt.‘“ Þorbjörn hefur nú búiS í meira en 40 ár, og er þjóðkunnur maður fyrir atorku sak- ir og forystu í málum bænda. Ályktunarorðin Þorbjöm Björmson j erindi hans eru þessi: (Myndin tekm við þrí- Qg ^ sígugtu örfáar tngsaidur). setningar, sagðar af bónarhug gamals og uppgjafa bónda til ykkar ungu búmannanna og búmannsefna þessa blessaða lands: Þið verðið að líta með virðingu á starf ykkar. Þið verðið að treysta vilja ykkar og atorku. Þið verðið að trúa á moldina, sýna henni fullan skiln- ing og trúnað. Og síðast en ekki sízt: Þið verðið að trúa því og treysta, að þegar þið af ýtrustu getu og vilja gjörið vel, þá sé Guð með ykkur í bústarfinu og þá getið þið verið vissir um hamingju í starfi fyrir ykkur og framtíðina.“ Hreppakórinn undir stjórn Sigurðar Á- gústssonar frá Birtingaholti syngur á kvöld- vökunni. Kórinn var stofnaður 1925 og hefur Sigurður verið söngstjóri hans frá byrjun, enda eru margir af /stofnendun- um enn þá starfandi í kórnum og eru þó enn ungir menn. Félagsmenn eru um 20 talsins og munu flestir þeirra verða með á kvöldvökunni, þó vantar einn af þeirra þekktustu söngmönnum, Þorgeir frá Hæli, sem nú er læknir í Neskaupstað. Kórinn hefur áreiðanlega mörgum ágætum rödd- um á að skipa, enda kemur það sér vel, því erfitt er oft um æfingar. Hrepparnir eru stór sveit eða sveitir og því oft erfitt Þriðjudagur 29. marz: 13.15— 14.15 Erindi bændavikunnar. 20.20 Tónleikar Tónlistarskólans: Sónata fyrir hom og píanó í F-dúr op. 17 eftir Beet- hoven (Wilhelm Lanzky-Otto og dr. Victor Urbantschitsch). 20.40 Erindi: Stoi-mur yfir Asíu; III.: Póli- tískar nýmyndanir (Baldur Bjarnason mag.) 21.05 Tónleikar (plötur). 21.15 Unga fólkið. 22.15 Endurteknir tónleikar: Píanókonsert í d-moll eftir Bach (plötur). Miðvikudagur 30. marz: 13.15— 14.45 Erindi bændavikunnar. 20.20 Kvöldvaka: a) Föstumessa í Hallgríms- kirkju (séra Jakob Jónsson). b) 21.25 Erindi. 22.15 Óskalög. Fimmtudagur 31. marz: 13.15—14.45 Erindi bændavikunnar. 20.20 Útvarpshljómsveitin (Þórarinn Guð- mundsson stjórnar): a) „Maritana," forleikur eítir Wallace. b) Vals úr „Leðurblökunni" eftir Strauss. c) Mars eftir Fucik. 20.45 Lestur fornrita. Úr fornaldarsögum Norðurlanda (Andrés Björnsson). 21.15 Dagskrá Kvenréttindafélags íslands. — Erindi: Uppruni og þróun dansins (Sigríður Valgeirsdóttir mag. art.) 21.45 Spurningar og svör um íslenzkt mál (Bjarni Vilhjálmsson). 22.15 Symfónískir tónleikar (plötur): a) Cellókonsert í B-dúr eftir Boccherini. b) Sym- iónía nr. 5 í c-moll op. 67 eftir Beethoven. Föstudagur 1. apríl: 13.15—14.45 Erindi bændavikunnar. 20.30 Útvarpssagan: „Opinberun“ eftir Rom- anoff (Helgi Hjörvar). 21.00 Strokkvartett útvarpsins: Ýmis þjóð- lög, útsett af Kássmayer. 21.15 Frá útlöndum (Jón Magnússon frétta- stjóri). 21.30 Islenzk tónlist: Einsöngslög eftir Björg- vin Guðmundsson (plötur). 21.45 Erindi: Um Sameinuðu þjóðirnar (Ás- geir Ásgeirsson alþm.). 22.15 Útvarp frá Hótel Borg: Hljómsveit Carls Billich leikur létt lög. Laugardagur 2. apríl: 13.15—14.45 Erindi bændavikunnar. 19.30 Tónleikar (plötur): Samsöngur. 20.30 Kvöldvaka bændavikunnar: a) Er- indi (Björn Sigfússon háskólabókavörður). b) Erindi (Ólafur Jónsson framkvæmdastjóri). c) Erindi (Þorbjörn Björnsson bóndi á Geita- skarði). d) Hreppakórinn syngur. 22.15 Danslög (plötur).

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.