Útvarpstíðindi - 02.05.1949, Síða 8

Útvarpstíðindi - 02.05.1949, Síða 8
152 Útvarpstíðindi Ahöfnin d „Þorsteini", björgunaibát slysavamardeildarinnar Ingólfur. um borð, sem var í fyrstu ferð sinni til ís- lands, sagði: „Það var engin aðvörun fyr en skipið stóð á klettunum. Það var blind- bylur og sá ekki út úr auga. Þegar við loksins komumst upp á bjargbrún, var al- veg af okkur dregið.“ Björgunarmennirnir komu langar leiðir að og lögðu sig í mikla hættu. Unglingspiit- ur var látinn síga 200 fet niður í bjargið með hundrað punda byrði af fatnaði og vistum handa þeim, er urðu að láta fyrir- berast i bjarginu um nóttina. Sennilega munu hlustendur sakna þess að sjá ekki myndina sjálfa, en af því sem heyrist, má geta sér til um sumt af þvi, sem mundi sjást í sjónvarpi, ef það væri komið til sögunnar. Þá mun Jón Oddgeir Jónsson, fulltrúi, ílytja stutt erindi um slysavarnir í helma- (Ljósm.: Öskar Gíslason) húsum. Sem kunnugt er, gerist árlega fjöldi slysa innanhúss, oft í sambandi við notkun heimiiisvéla, og er því mjög áríð- andi að fólk sé þar vel á verði. Síðasta atriði dagskrárinnar verður sam- tal, sem átti sér stað á björgunarstöðinni 1 Örfirisey, þegar formaður Ingólfs, séra Jakob Jónsson, heimsótti hana og spjallaði stundarkorn við björgunarsveitina, aðal- lega um notkun björgunartækjanna og bátsins. Kemur þar inn frásögn um það, sem skeði, þegar tveir piltar voru sóttir í illviðri út í Akurey. Þátttakendur í sam- talinu eru flestir meðlimir björgunarsveit- arinnar, sem þar voru staddir, skipstjórinn, Guömundur Sigurðsson, vélamaðurinn, Guðmundur Magnússon, formaður sveit- arinnar, Baldur Jónsson, Þórir Þorsteins- son háseti og loks Henry Hálfdánarson

x

Útvarpstíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.