Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.09.1940, Síða 5

Starfsmannablað Reykjavíkur  - 01.09.1940, Síða 5
STARFSMANNABLAÐ REYKJAVÍKUR ÚTGEFANDI: STARFSMANNAFÉLAG REYKJAVÍKURBÆJAR III. árg. September 1940 2. tbl. Eftirl aunasjóður bœjarins. Eins og kunnugt er, er sú skipun á eftirlaunasjóðsmálum starfsmanna bæj- arins, að bæjarsjóður og stofnanir bæj- arins annast alla iðgjaldagreiðslu til sjóðsins. Ber bæjarsjóður því allan veg og vanda af sjóðnum, og hafa starfs- menn bæjarins ekki aðra íhlutun um stjórn hans, en þá, að þeir ltjósa tvo menn í stjórn hans á móti þremur kjörn- um af bæjarstjórn. Bæjarsjóður og stofnanir bæjarins greiða nú 6% af samanlögðum launum fastra starfs- manna sem tillag til sjóðsins, og er fé þetta ávaxtað hjá bæjarsjóði. Tekjur sjóðsins eru, auk tillagsins, vextir af innistæðu sjóðsins hjá bæjarsjóði og er það að vísu af sjóðnum öllum, því ann- ars staðar en á bæjarreikingnum er sjóður þessi ekki til. Þegar Tryggingarstofnun ríkisins var sett á laggirnar og ýmsir eftirlaunsjóðir hlutu viðurkenningu Tryggingarstofn- unarinnar, varð starfsmönnum bæjarins það strax ljóst, að þeir ættu með fullum fétti aðgang að undanþágu um greiðslu lífeyrissjóðsgjalds, svo framarlega sem Eftirlaunsjóður þeirra væri talinn gild- ur að lögum. Það var því sótt ærið fast af starfsmönnum bæjarins að bæjar- stjórn fengi úrskurð Tryggingarstofn- unar ríkisins um viðurkenningu á Eftir- launasjóði bæjarins. Loks á síðastliðnu hausti sótti bæjarráð um þessa viður- kenningu, en fékk það svar, að fullnægja þyrfti vissum ákvæðum áður en viður- kenningin fengist. Hér við situr, því ekki er vitað, að bæjarráð hafi sótt mál þetta lengur eða gert nauðsynlegar ráð- stafanir til þess að fá sjóðinn viður- kenndan. Velflestar hindranir í götu þess, að fá Eftirlaunsjóð bæjarins viðurkenndan af Tryggingarstofnun ríkisins, mætti í rauninni draga saman í eitt: Sjóðurinn er aðeins til á pappírnum. Til er að vísu staðfest reglugjörð um sjóðinn og bæj- arsjóður er sem einkalántakandi úr sjóðnum að fullu ábyrgur fyrir honum. Talið er að þessi umbúnaður sé ekki nægilega tryggur til þess að losa starfs- menn bæjarins við allar skyldur við Líf- eyrissjóð. Starfsmenn bæjarins hafa

x

Starfsmannablað Reykjavíkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Starfsmannablað Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/718

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.