Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.09.1940, Síða 6

Starfsmannablað Reykjavíkur  - 01.09.1940, Síða 6
18 STARFSMANNABLAÐ REYKJAVlKUR hingað til ekki litið svo á það mál. Þeir hafa treyst því fullkomlega, að svo væri um hnú,tana búið, að Eftirlaunasjóður bæjarins væri varanleg stofnun. Þeir hafa unnið störf sín í þeirri föstu trú, að eftirlaunum þeirra væri fullkomlega borgið með ráðstöfunum bæjarstjórnar viðvíkjandi Eftirlaunasjóði bæjarins. — Hik Tryggingarstofnunar ríkisins og óröggsemi bæjarráðs hafa því komið mönnum á óvart og gefið tilefni til að taka til íhugunar eftirlaunasjóðsmál starfsmanna bæjarins. Niðurstaða þeirr- ar íhugunar getur ekki orðið nema á einn veg. Úr því sem komið er, verður viðurkenning Tryggingarstofnunar rík- isins að fást. Til þess að svo megi verða, verður að breyta innistæðu Eftirlaunasjóðs hjá bæjarsjóði hið allra fyrsta í bæjar- skuldabréf. Þetta hefði þá þýðingu, að bæjarsjóður greiddi árlegar afborganir af láni sínu hjá sjóðnum svo sem hjá hverjum öðrum lánardrottni, en auk þess myndi sjóðurinn auðgast um mis- muninn á gangverði og nafnverði bæj- arskuldabréfanna. Með því að breyta innistæðu sjóðsins hjá bæjarsjóði í skuldabréfalán, væri fótunum komið undir sjóðinn sem sjálfstæða og varan- lega stofnun og gæti þá ekkert úr þeirri átt verið því til hindrunar að viðurkenn- ing fáist á sjóðnum. Annað mál er það, ef tillög starfsmanna til sjóðsins reynd- ust of lág. Að fenginni viðurkenningu fríuðust starfsmenn bæjarins við að greiða 1% af launum sínum í Lífeyris- sjóð og gæti þá komið til álita, hvort ekki væri leið til þess að starfsmenn- irnir greiddu álíka upphæð til Eftir- launasjóðs. Gera verður ráð fyrir, að menn vildu heldur gjalda til Eftirlauna- sjóðs, ef á því stæði, en til Lífeyrissjóðs, þar sem annars vegar er um að ræða veruleg eftirlaun, en hins vegar næsta lítilfjörlegan lífeyrir, ef ekki algjört réttindaleysi. Ef teknar verða upp umræður um Eftirlaunasjóð bæjarins, og það væri ef til vill heppilegt einmitt þegar fengin væri viðurkenning Tryggingarstofnun- arinnar á sjóðnum, þá kæmi sitthvað annað til athugunar auk sjálfs tillags- ins til sjóðsins. Meðan tillagið er greitt í heilu lagi ofan á samanlögð grunnlaun, hlýtur það alltaf að vera undir liælinn lagt, hvort greitt hafi verið af öllum launum, sem komið gætu til mála. Þarf mikla nákvæmni til þess að öllu sé til skila haldið, og er trúlegt að sjóðurinn hafi heldur orðið afskiftur við þessa að- ferð um útreikning tillagsins og greiðslu. Þetta kemur einkum til athug- unar þar sem greidd hafa verið eftir- laun til manna, sem aldrei hafa orðið tillögufærir til sjóðsins, eða þá um mjög stutt árabil, þó lengi hafi tekið kaup hjá bænum. Yfirhöfuð þurfa eftirlauna- veitingar sinnar athugunar við, þar sem nú taka úr sjóðnum eftirlaun menn í fullu fjöri og með óskerta vinnukrafta, enda jafnvel dæmi þess að eftirlauna- maður vinni sitt fyrra starf eða því líkt og njóti eftirlauna aukreitis. Þetta er hvorki hagur fyrir starfsmennina né bæjarfélagið og þyrfti að setja undir lekann áður en iiann ágerist óviðráðan- lega. Með því fyrirkomulagi, sem nú er, þarf þess ekki að vænta, að íhlutun starfsmannanna um Eftirlaunasjóð verði stórum meiri en orðið er. Fáist hins vegar viðurkenning á sjóðnum og honum breytt í sjálfstæða, varanlega stofnun, opnast möguleikar fyrir ann- arri og meiri íhlutun starfsmannanna

x

Starfsmannablað Reykjavíkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Starfsmannablað Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/718

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.