Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.09.1940, Blaðsíða 8

Starfsmannablað Reykjavíkur  - 01.09.1940, Blaðsíða 8
20 STARFSMANNABLAÐ REYKJAVÍKUR stundir eða fleiri með hliðsjón af föst- um daglegum vinnutíma, þá ber að gefa frí* eins fljótt og við verður komið í næsta mánuði og þá í heilum 8-stunda vinnudögum. 2. Ákvæðið tekur einnig til starfs- manna, sem vinna hjá bænum einn mán- uð eða meira, þó að unnið sé að ýms- um smávægilegri störfum, sem hverju fyrir sig er lokið á skemmri tíma en mánuði. Yfirvinnutímar, sem ekki hafa verið teknir út í fríi, bætast við næstu frídaga, þó má ekki draga að gefa frí- tíma lengur en í 3 mánuði. Nú hefir því ekki verið við komið, að gefa starfs- manni frí í stað yfirvinnutíma í 3 mán- uði, og ber honum þá full greiðsla fyrir alla aukavinnu á þessum tíma. 3. Þar sem einhverra hluta vegna verður að láta vinna reglubundna yfir- vinnu um lengri tíma, hefir bærinn rétt til að láta taka út frí fyrr en að fram- an segir og getur, ef nauðsyn krefst, ráðið starfsmenn aukalega til starfans, svo að hægt sé að gefa fríin jöfnum höndum. 4. Fyrir yfirvinnu, sem unnin er sam- kvæmt boðun vegna rekstursspjalla eða slysa ber ekki að gefa frí. 5. Grunnlaunum fyrir yfirvinnu er haldið eftir og greiðist starfsmönnum jafnóðum á venjulegum útborgunardög- um fyrir þann stundafjölda, sem tekinn hefir verið út í fríi. 6. Yfirvinna við störf, sem lokið er á mánuði eða skemmri tíma, skal þóknuð með fríi eins fljótt og unnt er, en í síð- asta lagi hálfum mánuði frá því að yfir- vinnustundirnar hafa náð 8 hlukkutím- * 1 reglugerðinni segir: ,,afspadsere“ og „Afspadsering“, sem hér er þýtt ,,að gefa frí“ og „frí“. Mætti kannske segja „afplána" og „afplánun“! um, og er þessum starfsmanni greidd full starfslaun eins og áður á vikuút- borgunum eða þegar verkinu er lokið. 8. Undir öllum kringumstæðum ber að tilkynna starfsmönnum frídaga þeirra fyrir yfirvinnu með 36 klukku- tíma fyrirvara að minnsta kosti.“ Um þessa samþykkt er auðvitað sitt- hvað að segja. Fyrst og fremst er sitt- hvað óljóst í henni, m. a. sökum van- þekkingar þýðandans á högum bæjar- starfsmanna í Esbjerg og vinnutilhögun þar. En hún ætti að gefa tilefni til um- hugsunar á því, hverjar leiðir skuli farnar til að framfylgja ákvæði launa- samþykktarinnar frá 1. apríl 1939 og hvernig fundin verði örugg og endanleg lausn á öllum spurningum varðandi yfir- vinnu hjá bænum. I því efni verðum við hér í Reykjavík vitanlega að haga okk- ur eftir staðháttum, en það er engin lausn á málinu og því síður í samræmi við nokkra staðhætti hér, að ákveða með einföldu valdboði: hér skal enga yfir- vinnu vinna, og ef hún er unnin, þá skal ekkert borga fyrir hana nema í frídög- um, sem svo aldrei er hægt að gefa. Það er aðkallandi nauðsyn að leysa yfir- vinnuspursmálið hið allra fyrsta, og því er Esbjergar-samþykktin sett hér fram, til dæmis um það, hvernig bæjarfélag á stærð við Reykjavík hefir leyst málið Spectator. Blaðið kemur seinna út en ætlað var og veld- ur þar um seinagangur ritstjórnarinnar. Ekki er þess heldur að dyljast, að að- sendar greinar mættu vera fleiri í blað- inu. Félagsmenn! Blaðið kemur oftar og reglulegar, ef þið sendið ritstjórninni línu um áhugamál ykkar.

x

Starfsmannablað Reykjavíkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Starfsmannablað Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/718

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.