Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.09.1940, Side 9
STARFSMANNABLAÐ REYKJAVlKUR
21
Hjálparstarfsemi St. Rv.
Þar sem vel hefir rætzt úr þeim aðal-
málum, sem félagið hefir beitt sér fyrir
að undanförnu, væri ekki úr vegi, að
félagsmenn færu að athuga, hvaða verk-
efni félagið ætti að hafa með höndum í
framtíðinni.
Það er bæði nauðsynlegt og gagnlegt,
að félagið hafi innan sinna vébanda
einhverja starfsemi, sem tengi saman
hugi allra félagsmanna á þann hátt, að
þeir sjái sér hag í því að vera í félag-
inu. Því menn eru yfirleitt svo gerðir,
að þeir eru tregir til að bindast félags-
legum böndum um hugsjónirnar einar
saman, heldur vilja þeir hafa einhverj-
ar áþreifanlegar hagnaðarvonir af því
að vera í félagslegum samtökum.
Því miður ber allt of mikið á því hjá
ýmsum starfsmönnum, að þeir hafa ekki
enn skilið hvað St. Rv. hefir fyrir þá
gert frá fyrstu byrjun, eða ekki gert
sér það ljóst, að margt af því, sem þeim
hefir orðið til hagsbóta, væri kannske
ógert, eða að ýmsu leyti óhagstæðara
fyrir þá, ef félagið hefði ekki verið til,
og mætti þar til nefna mörg dæmi. En
þess ætti ekki að þurfa, ef menn gæfu
sér tóm til að hugsa um þau mál, sem
þegar hafa verið leidd farsællega til
lykta fyrir atbeina félagsins.
Á fundum hefir verið minnst á það,
að nauðsynlegt væri, að félagið héldi
oftar fundi, og að eitthvað væri gert
til þess að gera fundina skemmtilega,
svo að þeir yrðu fjölsóttari, og að fé-
lagsmönnum gæfist á þann hátt tæki-
færi til þess að kynnast hver öðrum.
Þetta út af fyrir sig er gott, það sem
það nær, og sjálfsagt fyrir félagsstjórn-
ina að gera sitt til, að fundirnir verði
aðlaðandi fyrir félagsmenn.
En áhugi félagsmanna þarf að vera
viðtækari en að ná aðeins til þessa þátt-
ar af félagsstarfinu.
Menn verða að líta lengra fram í tím-
ann. Fara að hugsa um hvort við get-
um ekki komið á fót innan félagsins ein-
hverri hjálparstarfsemi fyrir þá félags-
menn, sem verða fyrir verulegu heilsu-
tjóni eða öðrum óhöppum.
Á síðari árum hefir hugsunin um að
tryggja fólk gagnvart ýmsum áföllum
orðið að veruleika. Menn geta tryggt
sig gagnvart eldsvoða, sjúkdómum,
slysum, elli og örorku. Og menn geta
jafnvel innan skamms tryggt hús og
heimili gegn jarðskjálfta og loftárás-
um.
En þrátt fyrir allt þetta koma fyrir
ýms atvik, sem koma mönnum svo á
kné, að þeir geta ekki af sjálfsdáðum
eingöngu rétt sig úr kútnum. Þeir verða
því að leita til vina og kunningja um
aðstoð, sem ekki er þó alltaf auðfengin
þegar svona stendur á.
Mér hefir komið til hugar, hvort ekki
væri hægt að stofan innan félagsins
hjálparsjóð, sem félagsmenn gætu leit-
að til, ef þeir þyrftu á fjárhagslegum
stuðningi að halda vegna aðsteðjandi
örðugleika, sem stafa af langvarandi
sjúkdómi, slysi eða dauðsfalli í fjöl-
skyldunni. Með skjótri og góðri hjálp
mætti oft bæta svo úr þessum örðug-
leikum að þeir yrðu þolanlegir, en yrðu
að öðrum kosti mjög tilfinnanlegir um
langan tíma.
Um fyrirkomulag á þessari hjálpar-