Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.09.1940, Qupperneq 13

Starfsmannablað Reykjavíkur  - 01.09.1940, Qupperneq 13
STARFSMANNABLAÐ REYKJAVlKUR 25 Jón Rafnsson sjötugur. Jón er fæddur að Hamri í Austur- fljótum í Skagafirði 24. júlí 1870. Dvald- ist hann í Fljótum þar til hann var 30 ára, en fluttist þá til Sauðárkróks. Þar stundaði hann ýmsa vinnu, bæði á sjó og landi, þar til hann árið 1907 fluttist til Reykjavíkur, og hefir dvalið hér síð- an. Árið 1892 giftist hann Sigríði Felix- dóttur frá Mel í Þykkvabæ. Hún and- aðist 1931. Hér í bæ stundaði Jón ýmsa vinnu, þar til hann árið 1919 var ráðinn starfsmaður hjá bænum við sorphreins- un, og gegndi hann því starfi til ársins 1938, að hann lét af störfum vegna heilsubilunar. Jón Rafnsson er einn af stofnendum St. Rv., og hefir alltaf verið mjög áhuga- samur félagsmaður og tillögugóður, enda er hann sérlega gætinn og grand- var í öllum háttum sínum. Ég kynntist Jóni fyrst í verkamannafélaginu Dags- brún. t" Ólafur Jónsson f. lögregluþjónn lézt að heimili sínu 16. júlí s.l. — Ólafur Jónsson fóddist 10. júlí 1869 í Neðra-Nesi í Stafholtstung- um, sonur Jóns Stefánssonar bónda og konu hans, Mörtu, f. Stephensen. Gegndi Ólafur lögregluþjónsstarfi í Reykjavík frá 16. marz 1906 til 1. sept. 1939, er hann lét af störfum á aldurstakmörkum. — Ólafur var heldur hlédrægur maður um öll félagsmál og var þó félagi í St. Rv. til síðustu stundar. — Ólafur var tvíkvæntur. Með seinni konu sinni, Valgerði Einarsdóttur, d. 22. maí 1914, átti hann þrjú börn, og lifa af þeim dóttirin, Marta Ingibjörg, ein, sem öll hin síðari ár annaðist heimili þeirra feðgina. * Jón Rafnsson er góður drengur og góður félagsmaður, og fylgist mjög vel með öllu starfi St. Rv. og vill heill þess í hvívetna. Ágúst Jósefsson.

x

Starfsmannablað Reykjavíkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Starfsmannablað Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/718

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.