Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.09.1940, Síða 14

Starfsmannablað Reykjavíkur  - 01.09.1940, Síða 14
26 STARFSMANNABLAÐ REYKJAVlKUR Gasstöðin 30 ára. í júlímánuði s.l. voru liðin rétt 30 ár síðan Gasstöð Reykjavíkur tók til starfa, en 1. september fyrir 30 árum var í fyrsta skipti kveikt á götuljósun- um hér í bæ. Var mikið um dýrðir í bænum, þegar gasljósin voru kveikt í stað olíuluktanna gömlu, sem bæði voru fáar og lýstu illa niður fyrir sig. — Þessa 30 ára afmælis hefir hvergi verið minnzt, nema hvað tilviljunin hefir gert afmælið minnisstætt og leitt í ljós, hve götulýsingin er okkur dýrmæt, því af- mælið bar upp á svo að segja sama tíma og myrkva átti Reykjavík vegna hér- veru brezks setuliðs. — Myrkvuninni var afstýrt, en götuljósin eru okkur kærari eftir en áður. Gasstöð Reykjavíkur er yfirlætislaus stofnun. Hún hefir þó fært bæjarbú- skapnum ærnar tekjur á undanförnum árum. Stendur hún enn á mjög góðum fjárhagslegum grundvelli, þar sem hún hefir löngu borgað stofnkostnað. Notk- un gass fer þó minnkandi ár frá ári í hlutfalli við notkun rafmagns til suðu og má því búast við að Gasstöðin hafi lifað sitt fegursta, einkanlega eftir að hitaveitan tekur til starfa og orka fæst til rafsuðu handa öllum bæjarbúum. Vegna þess ástands, sem skapazt hefir af ófriðnum, hefir notkun gass færst í aukana í bráð og veldur þar miklu um dýrleiki rafeldunartækja. Verkefni fyrir Gasstöðina verða í framtíðinni mörg hin sömu og verið hafa, þó ástæður kunni að breytast. Með þrengdu athafnasviði verður þó að sjálfsögðu dregið úr rekstrinum, og hef- ir það þegar komið í ljós, þar sem fækk- að hefir verið starfsmönnum Gasstöðv- arinnar. Er það tilætlunin að aðrar bæj- arstofnanir, einkanlega Rafmagnsveitan og ef til vill Hitaveitan, taki við þeim starfsmönnum, sem ofaukið verður hjá Gasstöðinni. Annars er forsaga Gasstöðvarinnar í stuttu máli þessi: Haustið 1908 fékk bæjarstjórn tilboð um að setja á stofn gasstöð í bænum frá þýzku firma, Carl Francke í Bremen. Hafði áður verið bollalagt um gasstöðvarbyggingu og enda rafmagnsstöð, sem íslenzkt félag vildi taka að sér. Félag þetta gafst upp á fyrirætlunum sínum og var þá tilboði hins þýzka firma tekið. Stóð í nokkru stappi um val á stað fyrir stöðina, eins tóku sig upp þrætur um rafmagnsstöð, unz samningur um byggingu gasstöðv- ar var endanlega samþykktur á fundi bæjarstjórnar 17. júlí 1909. I september það sama ár var byrjað á byggingu stöðvarinnar við Rauðará og að leggja gaspípur í göturnar og var haldið áfram þannig, að hún var fullbúin í júlí 1910, og hafði kostað 370—380 þús. kr. Þessi stofnkostnaður er nú að fullu greiddur og hefir stöðin skilað afrakstri öll árin nema hin fyrstu. Fyrst framan af rak hið þýzka firma gasstöðina sjálft, eða til ársins 1916. Vegna ófriðarins gat firmað ekki hald- ið rekstrinum áfram. Tók þá bærinn við honum að fullu og öllu og hefir rekið gasstöðina síðan. Forstjórar Gasstöðvar Reykjavíkur voru fyrst í stað þýzkir menn, R a t k e frá 1910—1916 og Borchenhagen frá 1916—1919, en 1919 varð B r y n - jólfur Sigurðsson forstjóri hennar og hefir hann gegnt því starfi síðan með stökustu árvekni og dugnaði. L. S.

x

Starfsmannablað Reykjavíkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Starfsmannablað Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/718

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.