Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.09.1940, Síða 15

Starfsmannablað Reykjavíkur  - 01.09.1940, Síða 15
STARFSMANNABLAÐ REYKJAVlKUR 27 Tillögur um blaðið. Með allri virðingu fyrir ritstjórn Starfsmannablaðsins vildi ég mega setja fram nokkrar aðfinnslur við ritstjórn- ina. Mér finnst ritstjórnin líta frekar á að blaðið sé til fyrir hana sjálfa, held- ur en okkur starfsmennina. Efni blaðs- ins hefir verið of þurrt. Það er náttúr- lega ágætt að fylgjast með í launamál- inu og öllum hinum málunum, sem hefir þurft að skjalfesta í blaðinu með ,,álit- um“ og ,,greinargerðum“ og laga- og reglugjörðavafstri, en blaðið þarf líka að flytja eitthvað af „lifandi stoffi“, svo slengt sé dönsku. Jólablaðið var ágætt, því þar var grein Maríu Maack um sumarferðalagið eins og grænn ,,óasi“ í eyðimörkinni. — Maður má víst ekki verða skömmótt, því ritstjórnin svarar öllum aðfinnslum með því að segja, að þetta sé okkur sjálfum að kenna. Við getum skrifað miklu meira í blaðið en við gerum, og þetta er að nokkru leyti rétt. Þó ritstjórarnir séu allir þrír bráðvelgefnir menn, þá er ekki víst að þeir viti hvað fellur í ,,kramið“ hjá hverjum og einum og hvað menn helzt vilja sjá í blaðinu. Við eigum þess vegna að leggja eitthvað að mörkum líka og kasta ekki öllum okkar áhyggj- um upp á ritstjórana. Þó finnst mér, að þeir megi svipast um eftir skemmti- legra efni í og með í blaðið. Hvernig væri ef blaðið segði meira um stöðu- veitingar hjá bænum eða segði frá trú- lofunum og giftingum í ,,stéttinni“ eins og Símablaðið gerir? Svo mætti hafa eitthvað sérstakt fyrir kvenfólkið, ef vildi, og ekki sakaði þó sagt væri frá smáskrítilegum atvikum. — Ég veit að ritstjórnin mun segja, að þetta þurfi Jón Jónsson lögregluþjónn frá' Laug lét af störfum 1. sept. s.l. — Allt frá því að Jón frá Laug gerðist lögregluþjónn fyrir sjö ár- um, tók hann mikinn þátt í félagslífi St. Rv., enda átti hann á tímabili sæti í stjórn félagsins. Þegar lögregluþjónar velflestir tóku sig út úr og sögðu sig úr St. Rv., hélt Jón tryggð við félagið, enda leit hann svo á að starfsmönnum bæjarins væri fyrir beztu að auka sam- heldnina, heldur en spilla henni. Þegar Jón frá Laug hverfur nú að öðrum störf- um, vill Starfsmannablaðið nota tæki- færið til að þakka honum vel unnin störf í þágu félagsins og óska honum allra heilla í framtíðinni. * allt að koma utan að frá, þó eittlivað kunni hún að geta lagt til sjálf. Ef það er rétt — nú þá er bara að gera það. Ykkar Einlæg.

x

Starfsmannablað Reykjavíkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Starfsmannablað Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/718

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.