Bankablaðið - 01.07.1935, Síða 7

Bankablaðið - 01.07.1935, Síða 7
BANKABLAÐIÐ 7 frá 65 ára aldri fyrir karla og 60 ára aldri fyrir konur. Miðast eftirlaunin annarsvegar við laun starfsmannsins eins og iðgjöldin, en hinsvegar við starfstíma hans sem sjóðfélaga. Sé ég ekki, að þar sé neitt verulegt um að bæta. Að vísu eru eftirlaun þeirra, sem skemmstan hafa starfstíma að baki sér, þegar þeir komast á eftirlaun, þótt lág séu, samt nokkru hærri, en þeir ættu stranglega heimtingu á, og til þess að vega þar á móti eru eftirlaun þeirra, sem lengst hafa starfað, örlítið lægri en vera bæri. Hjá þessu verður þó tæplega kom- izt, því að auðvitað þarf sjóðurinn til þess að koma að fullu gagni að ná til sem allra flestra af starfsmönnunum, og eftirlaunin mega ekki fara niður úr vissu lágmarki, ef nokkurt gagn á að vera að þeim. Þó að þannig skapist ör- lítið ósamræmi, er það óhjákvæmilegt, og mun ég því ekki eyða fleiri orðum að þessari hliðinni af starfsemi sjóð- anna. B. Hitt aðalhlutverk sjóðsins er að sjá fyrir styrk handa ekkjum og ómegð starfsmanna, sem falla frá. Samkvæmt reglugerðinni er ekkjustyrkurinn árleg- ur lífeyrir til ekknanna, og fer upphæð hans eftir starfstíma og launum og nem- ur 1/10 árslaunanna fyrir 10—15 ára starfstíma og 1/6 árslaunanna fyrir lengri starfstíma en 15 ár. Auk þess er veittur smávægilegur barnastyrkur (175 kr. á ári) handa hverju barni í ómegð (yngra en 16 ára). Þegar reglugjörðin var samin, var gert ráð fyrir, að sjóðurinn bæri sjálfur, end- urtryggingarlaust, alla áhættuna af ekkjustyrkjunum, og er það bersýnilegt, að sú áhætta er tiltölulega margfalt meiri.en áhættan af eftirlaununum. Eft- irlaunin falla ekki til greiðslu, fyrr en hver einstakur starfsmaður hefir náð vissum aldri og kemur þar engin greiðsla að óvörum. Öðru máli er að gegna um þær greiðslur, sem bundnar eru við frá- fall starfsmanna. Það getur að hönd- um borið, hvenær sem er, og ef c.d. drep- sótt geysar, getur fráfall starfsmanna stefnt fjárhagslegu öryggi sjóðsins í voða. Það var því óhjákvæmilegt að tak- marka sem mest allar þær greiðslur, sem leiða af fráfalli starfsmannanna, til þess að tryggja öryggi sjóðsins, og jafnvel þó að ekkjustyrkurinn hafi verið tak- markaðursvo mjög, sem í reglugjörðinni er gert, eru þeir samt hættulegri fyrir sjóðinn. Ef t. d. starfsmaður með 10.000 kr. launum deyr, getur sjóðurinn þurft að greiða ekkjulífeyri vegna hans í ára- tugi, en t.d. 30 ára lífeyrir mundi í því tilfelli nema alls 50.000 kr. og gleypa margra ára iðgjöld. Ástæðan til þess, að þessi áhætta er hættuleg fyrir sjóðinn, er vitanlega sú, að tala sjóðfélaganna er svo lág, að ekki er hægt að búast við, að nægilegur jöfn- uður fáist. Úr þessu er hægt að bæta með haganlegri endurtryggingu, og hún er nú fáanleg. Jafnframt er hægt að bæta úr þeim annmörkum öðrum, sem fylgja því fyrirkomulagi, sem í reglugjörðinni er ákveðið, en þeir eru þessir: 1. Giftir menn og ógiftir greiða sömu tillög í sjóðinn að tiltölu eftir launum sínum, og er því óréttlátt, að ógiftu mennirnir beri ekkert úr býtum, sem vegi upp á móti þeim hlunnindum, sem ekkjustyrkurinn er fyrir gifta menn. 2. Þá er það ennfremur galli, að rétt- urinn til ekkjustyrks byrjar ekki fyrr en eftir 10 ára starfstíma og er ekki kom- inn í fulla upphæð fyrr en eftir 15 ár. 3. Ennfremur er það augljóst órétt- læti, sem fylgir ekkjusjóðsfyrirkomulag-

x

Bankablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.