Bankablaðið - 18.09.1935, Síða 18
32
BANKABLAÐIÐ
Siarfsmaður Landsbanka íslands
skipaður aðalbankasijóri Búnaðarbanka íslands.
Um síðustu múnaðamót
var Hilmar Stefánsson, sem
verið hefir útibússtjóri
Landsbanka íslands að Sel-
fossi um fimm ára skeið,
skipaður aðalbankastjóri
Búnaðarbanka íslands, frá
1-5. þ. m. að telja.
Á meðan Hilmar hafði
tækifæri til að vinna að fé-
lagsmálum bankastarfs-
manna, þau árin, sem hann
starfaði í Landsbankanum
í Reykjavík, var hann einn
hinn duglegasti og átti mikinn þátt í
stofnun Félags stárfsmanna Lands-
banka íslands. Hann var fyrsti formað-
ur starfsmannafélagsins, og var þá þeg-
ar rætt um stofnun Samþands íslenzkra
bankamanna, enda þótt svo langur drátt-
ur yi ði á, að þetta kæmist í framkvæmd.
í þau tæp 18 ár, sem Hilmar Stefáns-
san var starfsmaður Landsbanka ís-
lands, ávann hann sér traust og virðingu
þeirra, er honum kynntust, ogmunóhætt
að fullyrða, að allir starfsbræður óska
honum allra heilla í hinni nýju stöðu.
Um leið og starfsbræður
Hilmars kveðja hann og
óska honum og Búnaðar-
bankanum til hamingju, þá
ketur „Bankablaðið“ þá
ósk cg von í ljós, að þessi
embættk veiting verði upp-
haf þess, að bankastjóra-
stöður verði oftar en hing-
að til skipaðar vönum og
hæfum bankamönnum.
Það er bankastarfsmönn-
um óblandið gleðiefni, að
í aðalbankastjórastöðuna
skyldi valinn maður úr þeirra „hóp“.
Starfsmenn Landsbanka íslands hafa
hingað til ekki átt því láni að íagna,
að koma til greina við val í bankastjóra-
stöður.
Það væri vel farið, ef skoða mætti
þessa embættisveitingu sem vott þess,
að í framtíðinni mættu bankastarfs-
menn vænta þess, að þeir hefðu, að
öðru jöfnu, eins góð skilyrði og aðrir
menn til að hljóta beztu stöðurnar inn-
an bankanna.
Hilmar Stefánsson
Verzlunin LIVERPOOL
er stærsta og fullkomnasta matvöru-
og nýlenduvöruverzlun hér á landi.
Adorgro ára reynzla hefir kennf henni að haga jafnan innkaupum
i fullu samræmi við kröfur hinna vandlátusfu viðskipfamanna.