Bankablaðið - 18.09.1935, Page 23

Bankablaðið - 18.09.1935, Page 23
BANKABLAÐÍÐ 37 kringumstæðurnar eru auk þess slíkar, að þær draga úr réttindunum til að refsa. Það, sem hér hefir verið drepið á, er það, sem fyrst og fremst verður að ráða bót á. Einhuga standa starfsmenn Út- vegsbankans um þá réttmætu kröfu eins og lög F. S. Ú. í. bera með sér, og það er í rauninni útilokað annað, en að hin- ar illu afleiðingar verði valdandi þeirra stefnubreytinga, að þekking og reynsla verði á ný viðurkennd, sem ráðgefandi á því viðreisnartímabili, sem verður og hlýtur að koma. Þær tillögur, sem við, stjórnendur F. S. Ú. í., höfum borið fram, hafa fyrst og fremst hnigið í þá átt, að tryggja nú« verandi starfsmönnum bankans fram- tíðina, og við höfum jafnframt lagt til við ráðamenn bankans, að framvegis verði þeir beztu starfskraftar, sem völ er á, látnir sitja fyrir, þegar ráða þarf nýja menn í bankann eða útibú hans. Ef umbótastarf það, sem starfsmannafélag- ið hefir hrynt af stað, fær verðskuldað- ar undirtektir, þá er hægt að gera sér beztu vonir um góðan árangur, fyrir alla hlutaðeigendur, því að hagsmunir bankans- sjálfs og starfsmanna hans eru vitanlega í einu og öllu þeir sömu. Um leið og ég óska hlutaðeigendum til hamingju með Sambandíslenzkrabanka- manna, og þetta blað, hinn fyrsta sýni- lega ávöxt af starfi þess, þá skora ég á alla meðlimi starfsmannafélaganna. að styrkja einarðlega þá viðleitni, sem stefnir í rétta átt. í júlí 1935. J. Árnason.

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.