Bankablaðið - 01.04.1936, Síða 4
4
BANKABLAÐIÐ
Guðmundur Loptsson bankafulltrúi 65 ára.
GUÐMUNDUR LOPTSSON
Guðmundur Loptsson, banka-
fulltrúi, varð 65 ára þann 14.
marz síðastliðinn. — Hann er sá
maður, sem lengst hefir starfað
við Landsbankann, kom þangað
1906 og á því 30 ára starfsafmæli
á þessu ári. —
Guðmundur er fæddur á Stað-
arhóli í Siglufirði 14. marz 1871.
14 ára gamall fór hann að heim-
an og stundaði allskonar vinnu,
og var hugurinn allur, að komast
til mennta, en auðvitað hafði
hann ekkert annað en sína eigin
vinnu til þess að komast áfram
með. — Ungur gekk hann þó á
Möðruvallaskólann, og síðan lauk
hann og prófi á búnaðarskólan-
um á Hólum. Gerðist hann um
skeið kennari við Hólaskóla, en
eftir það gekk hann á verzlunar-
skóla í Kaupmannahöfn og lauk
allsstaðar prófum með ágætum
vitnisburðum. Síðan varð hann
bókhaldari við verzlun, og þótti
í báðum stöðunum hinn nýtasti maður.
Árið 1906 var hann ráðinn starfsmað-
ur Landsbankans. Hefir hann gegnt
þar ýmsum trúnaðarstörfum, verið
settur bankagjaldkeri, skipaður úti-
bússtjóri á Eskifirði, skrifstofustjóri o.
m. f 1., er nú fulltrúi í Veðdeild bank-
ans. — Eg hygg, að enginn banka-
maður hafi unnið svo alhliða starf sem
Guðmundur, enda bankinn fámennur
og lítill, er hann kom þangað, en nú
orðinn stórbanki með fjölda starfs-
manna og deilda.
Eins og geta má nærri hefir Guð-
mundur haft ýms önnur störf með
höndum, jafnhliða sínu aðalstarfi, því
að hann er mjög fjölhæfur maður og
starfsglaður. Hann hefir verið settur
sýslumaður, kennari við skóla hér, org-
anisti og einn af fremstu mönnum
Góðtemplara-reglunnar, enda er hann
einlægur og trúr bindindismaður. En
hann hefir þann góða kost fram yfir
ýmsa aðra templara, að vera umburð-
arlyndur og ofstækislaus; hann getur
ætíð glaðst með glöðum, jafnvel þótt
Bakkus gamli hafi lyft sumum upp úr
drunganum. Hann hefir, þrátt fyrir
sína lífsskoðun, sem er sú, að vín sé
óhollt, getað skilið það, að hóflega
drukkið vín gleður hjörtu, sem annars
finna litla gleði í lífinu. Þótt Guðmundi