Bankablaðið - 01.04.1936, Síða 6
6
BANKABLAÐIÐ
Skuggar.
I kvöld er hátíð bankamanna hald-
in að „Hótel Borg“. — Eg sé í anda
glæsilegan hóp prúðbúinna manna,
heyri söng, hlátur og gleðilæti; ræð-
ur eru fluttar — fögur orð — en tóm
og tilgangslaus.
Því yfir banka vorum hvílir dimm-
ur, drungalegur skuggi, — skuggi
tortrygni og gruns. Tugir heiðarlegra
manna ganga hér daglega undir grun
um glæpsamlegt athæfi gagnvart
stofnun þeirri, er þeim er kær, og þeir
vilja allt gott. — Bæði í alvöru og
skopi erum vér nefndir „bankaþjóf-
arnir“, — þeim seku væri það að vísu
mátulegt, en hinum, sem saklausir
eru, — og það eru vitanlega flestir
eða allir, — hlýtur að svíða þetta
sárt. Margir hafa unnið í bankanum
tugi ára og ætíð haft hag stofnunar-
innar jafnframt sínum eigin hag fyr-
ir augum. Nú eru þessir menn einnig
undir skugga grunsemdanna, — það
eru launin fyrir dyggilegt æfistarf. —
En hverjar eru nú orsakir þessa ó-
fagnaðar? Vér verðum að gera oss
það ljóst, til þess að fyrirbyggja end-
urtekningar, eftir því sem mögulegt
er. —
Eg tel höfuðorsökina vera þá, að
bankinn er ekki nógu vandur í vali á
nýjum starfsmönnum, Og í Öðru lagi
þá, að hann heldur ekki nógu fast í þá
góðu starfsmenn, sem hann fser. —
Að ráða bót á þessu er auðvitað ekki
á valdi okkar, starfsmannanna, það er
stjórn bankans, sem verður að gera
það. En mér finnst ekki fjarri lagi að
benda á þetta, því það er í vitund
allra manna, sem til þekkja, að mjög
oft hafa verið teknir menn í bankann,
sem fyrirsjáanlega áttu aldrei þang-
að að koma. Einnig hitt, að bankarnir
hafa látið prýðilega starfsmenn fara
vegna þess, að um lítilsháttar kaup-
hækkun var að ræða. —
Fyrir stofnanir eins og banka er
auðvelt að velja úr fólki. Það verður
að vísu ekki komizt hjá því, að stöku
sinnum slæðist „svartur sauður“ inn,
en það er auðvelt að losna strax við
slíkt fólk, ef hinir ráðandi menn hafa
augun opin og láta engar persónuleg-
ar hvatir ráða gerðum sínum. — Það,
sem allt ríður á, er að starfsmenn
séu heiðarlegir og áhugasamir um
störf sín og þyki vænt um stofnunina,
sem þeir vinna í, að hinn lægsti að
metorðum finni það, að starf hans er
í því smáa, jafn áríðandi eins og starf
hins æðsta yfirboðara er honum, í því
stóra. Og að menn finna það ávallt, að
vel unnið starf er launað að verðleik-
um, bæði með orðum og athöfnum. —
En á þessu hefir, því miður, oft orðið
allmiklir misbrestir — og það alveg
að óþörfu.
Þeir skuggar, sem nú hvíla yfir okk-
ur, þurfa og verða að hverfa. Vér verð-
um aftur að vera frjálst fólk, sem nýt-
ur fulls trausts bæði innan banka og
utan.
Það er skylda þeirra, er bönkunum
stjórna, að kippa þessu í lag, skylda
gagnvart trúum þjónum, stofnununum
og allri þjóðinni.
21. marz 1936.
Landsbankamaður.