Bankablaðið - 01.04.1936, Síða 10

Bankablaðið - 01.04.1936, Síða 10
10 BANKABLAÐIÐ SHELL Olíur Benzín og Smurningsolíur Farið vel með vélar yðar. -- Nofið aðeins það bezfa. Verzlunin LIVERPOOL er stærsta og fullkomn- asta matvöru- og nýlendu- vöruverzlun hér á landi. Margra ára reynzla helir kennl henni að haga jafnan innkaupum i fullu samræmi við kröfur hinna vandláluslu viðskiplamanna. Misskilin orð og hugfök. Það hefir oft viljað brenna við, að þjóðir, lítt á veg komnar, en sem þó hafa viljað tileinka sér það, sem á hverjum tíma hefir verið nýtt, hafa hlaupið á sig í framkvæmd málanna, hafa misskilið jafnvel grundvöll hug- sjónanna, auk heldur að framkvæmd þeirra yrði ekki spéspegill af hinni frumlegu, upprunalegu hugsun. Vér íslendingar höfum sízt af öllu viljað vera eftirbátar annarra um að apa eftir útlendum fyrirmyndum flest það, er nágrannar . og jafnvel fjar- skyldar þjóðir hafa tekið upp, bæði um háttu stjórnmálaflokka og annað. Um það er ekkert nema gott að segja, hver kynslóð verður að reka sig á, hver kynslóð finnur að lokum sína eig- in galla, en hitt er verra, að þessu hef- ir fylgt sá galli, að erlend hugtök og erlend orð hafa verið svo hrapallega þýdd í sambandi við þetta, að til stór- skaða og skammar horfir. Orðið „socialistar“ kannast allir við á Islandi og hér hefir sá flokkur verið lengst af kallaður ,,jafnaðai*manna- flokkur“, sem þó er mjög vafasöm þýðing, ef alls er gáð. Látum samt þá þýðingu á orðinu ,,socialisti“ gott heita, við það má sæmilega una. En svo, þegar þessi flokkur allt í einu heitir ,,alþýðuflokkur“, og þeir, sem flokknum fylgja, heita einu nafni ,,al- þýðumenn“, þá er of langt gengið. Þá kastar fyrst tólfunum, þegar húseign- ir, er þessi flokkur eignast, tekur upp nöfn eins og ,,alþýðu“-húsið Iðnó og síðasta stórhýsið í bænum heitir rétt og slétt ,,alþýðuhúsið“. Hvað er alþýða á íslandi? Hvar er yf irstéttin ?

x

Bankablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.