Bankablaðið - 01.04.1936, Page 13
BANKABLAÐIÐ
13
forsetakosninguna. Hann sagði, að
stjórnarmeðlimir sambandsins frá
hálfu F. S. L. í. hefðu, eftir marg-
ítrekaða beiðni starfsmanna, lofað
að taka að sér stjórnarstörf næsta
ár, og vildi hann að stjórnin yrði
endurkosin eins og hún væri nú skip-
uð. — Þórarinn Nielsen taldi, að það
hefði spillt fyrir samkomulagi um
kosninguna, að Landsbankamenn
hefðu sett að skilyrði, að ákveðinn
maður yrði kosinn sem forseti. Har-
aldur Johannessen tók í sama streng
og Brynjólfur og lýsti því um leið
yfir, að núverandi sambandsstjórn-
armenn tækju eingöngu við endur-
kosningu allir í einni heild.
Kjörstjórn var skipuð af fundarstjóra
og voru það þessir:
Brynjólfur Þorsteinsson,
Þórarinn Nielsen,
Höskuldur Ólafsson.
Kosning forseta fór því næst fram,
og kosningu hlaut:
Haraldur Jóhannessen.
Þá var gengið til kosninga um með-
stjórnendur, og komu fram þessir listar:
A-listi:
F. A. Andersen,
Einvarður Hallvarðsson,
Jóhanna Þórðardóttir,
Þorgils Ingvarsson.
B-listi:
Jóhann Árnason,
Elías Halldórsson,
Hjálmar Bjarnason,
Guðm. Ólafs.
Haraldur Jóhannessen kvaddi sér
hljóðs og endurtók það, sem hann hafði
áður sagt um endurkosningu stjórnar-
innar, sem sé, að annhvort tækju þeir
allir við endurkosningu eða enginn, og
lýsti því yfir, að forsetasætið væri laust,
Kaupið
Bækur
Pappír
Riiföng
/
/
Bókaverzlun
Sigfúsar
Eymundssonar
og
Bókabúð
Ausfurbæjar
B. S. E.
Laugavegi
34._____________________
þar sem B-listinn væri skipaður ofan-
greindum mönnum.
Kom þá fram tillaga frá Einvarði
Hallvarðssyni um það, að fundi yrði
frestað til mánudagsins 24. febrúar.
Framhaldsfundurinn var settur á til-
settum degi undir sömu fundarstjórn og
á fyrri hluta fundarins.
Haraldur Jóhanessen tók til máls ut-
an dagskrár, og bauð félag starfsmanna
Búnaðarbanka íslands velkomið í Sam-
bandið.
Urðu nú nokkrar umræður um for-
setakosninguna, en hinn nýkjörni for-
seti lýsti því yfir, að áður gefin yfirlýs-
ing sín um það, að hann tæki ekki við
embættinu, væri óhagganleg. Var þá
gengið til nýrrar forsetakosningar.
Ný kjörbréfanefnd var skipuð þeim
Gísla Gestssyni úr Landsbankanum,
Árna Árnasyni úr Útvegsbankanum og