Bankablaðið - 01.10.1937, Blaðsíða 2

Bankablaðið - 01.10.1937, Blaðsíða 2
34 BANKABLAÐIÐ Minningarorð. Jón Ólafsson, bankastjóri Útvegsbanka íslands andaðist 3. ágúst s.í. af blóðeitrun í fæti. Jón heitinn var ráðinn bankastjóri Útvegsbankans í aprílmánuði 1930. Hann var þá löngu orðinn þjóðkunnur maður, fyrst og fremst fyrir framtakssemi, dugnað og hagsýni í útgerðarmálum. Pað leikur ekki á tveim tungum, að hann muni, að öliu athug- uðu, hafa haft staðbezta þekkingu allra samtíðarmanna sinna á út- gerðarmálum þjóðarinnar og m. a. þess vegna var ráðning hans að bankanum talin mjög viturleg og mikill styrkur fyrir bankann. Enda þó að ekki muni hafa verið nein slík verkaskipting hjá stjórn bankans, þá varð þess mjög vart, að hinir smærri útgerðar- menn leituðu til Jóns heitins, og þá ekki aðeins í lánaumleitun- um, heldur einnig til þess að fá hjá honum holl ráð og leiðbein- ingar í vandamálum útgerðarinnar og voru þeir jafnan miklu öruggari í fyrirætlunum sínum, ef Jón hafði talið þær hyggi- legar. Að vísu þótti honum mikils um það vert, hjá hverjum ein- um, að hann stæði sem mest á eigin fótum, án stuðnings annara, en fyndi hann að hlutaðeigendur legðu sig alla fram, gerðu sitt bezta og lægju hvergi á liði sinu, þá var hann allra manna líkleg- astur til þess að liðsinna ef einhvers þurfti með, og færi svo, að allt um þryti hjá slíkum mönnum, þá eru dæmi til þess að Jón heitinn hlypi sjálfur undir bagga og hjálpaði af eigin rammleik. Hann hafði óbifandi trú á sannleik þessarar setningar: hjálpaðu þér sjálfur, — þá hjálpar guð þér.« Jón Ólafsson var blátt áfram og hispurslaus í allri framkomu og jafnvel talsvert meir en títt er um menn í líkum virðingarstöðum, en ekki naut hann þar fyrir minni virðingar manna, hvorki starfs- manna bankans né viðskiptavina, enda var hann þann veg gerður, að maður hlaut að meta hann því meir, sem maður kynntist hon- um betur. Persónulega reyndi ég Jón heitinn Ólafsson að miklum dreng- skap, og geymi minninguna um hann sem einhvern ágætasta mann, sem ég hefi kynnzt. EI í a s Ha/ldórsson.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.