Bankablaðið - 01.10.1937, Side 7

Bankablaðið - 01.10.1937, Side 7
BANICABLAÐIÐ 39 frá því skipið kom í höfn, en með allt dótið meðferðis. Guðmundur, kaupmaður, Jónsson (í Brynju), sem var samskipa mér út, var mér til mikillar aðstoðar í þessu basli og einnig tvo næstu klukkutímana, því auðvitað var ég eins og hver önnur sauðkind í fyrsta skipti í þessari stóru borg. Á þessum tíma voru öll gistihús borgarinnar yfirfull af fólki, vegna þá í hönd farandi ríkisstjórnarafmælis konungs vors. En Guðmundur, sem er gamal kunnugur í borginni, fékk samt herbergi eftir rúmlega klukkutíma bíl- akstur fram og aftur og það á góðum stað, að hann sagði, en það var í Bad- stuestræte á einhverju „Mission“ gisti- húsi, en það er skammt frá Ráðhústorg- inu. Ég var bæði orðinn þreyttur og svang. ur og var því mjög ánægður að kom- ast með Guðmundi í húsaskjól, hvíla, borða og hugsa um það sem næst lagi fyrir, en það var að komast sem fyrst til Stokkhólms. Um kvöldið kl. 7 átti lest að fara til Svíþjóðar og koma til Stokkhólms kl. 8—9 að morgni. Þetta var það farartæki, sem ég bjóst við, að ég yrði neyddur til að taka, var það þó alls ekki ákjósanlegt, því að ég vissi að 2. dagur mótsins átti að byrja kl. 10 daginn eftir og sá ég það í hendi, að ekki yrðu tök á því að koma mér fyrir, hafa fataskipti og átta mig á hlutunum á 2 tímum, þó ég kæmist á ákvörðunarstað kl. 8 að morgni, auk þess sem ég gat búist við, að mér 'murídi ekki verða svefnsamt fyrstu nóttina í járnbrautarvagni. Veitti mér þó ekki af svefni næstu nótt, þar sem ég hafði ekkert scíið nóttina áður, Það er engirm að H reinsvorur eru efi beztai Kristalsápa F’vottadufi Góltáburður Skóáburður Ræstiduft Reimvax Stangasápa Handsápur Húsgagnaáburður Fægilögur Kerti H.f. Hreinn Reykjavík

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.