Bankablaðið - 01.10.1937, Síða 25

Bankablaðið - 01.10.1937, Síða 25
BANKABLAÐIÐ 57 aðardal 13. júní 1867. Dvaldi hann í æsku á heimili foreldra sinna og fór ungur til náms. Nam hann að Möðru- vallaskóla, er var þá höfuð mennta- setur á norðurlandi, og er Árni einn af elztu nemendum þess skóla. Frá þeim tíma, er Árni lauk námi við Möðruvallaskóla, hefir hann gengt mörgum mikilvægum störfum. Um 1890 var Árni ráðinn fulltrúi bæjar- fógetans í Seyðisfirði, og hafði þann starfa með höndum í 10 ár. Laust eftir aldamótin flutti Árni til Reykjavíkur og gerðist blaðamaður við „ísafold“, undir forystu Ejörns Jónssonar fyrver- andi ráðherra. 1908 varð hann bisk- upsritari og 1910 gekk hann í þjónustu Landsbankans. Síðan hefir Árni verið bankamaður. I Landsbankanum til 1919, en frá þeim tíma í íslandsbanka og Útvegsbankanum. Árna hafa verið falin margvísleg trúnaðarstörf í bönkunum, m. a. var hann fyrsti útibússtjóri Landsbankans í Eskifirði. Auk þeirra aðalstarfa Árna, er hér hafa verið talin, hefir hann átt ýms áhugamál, er hann hefir fórnað fjölda frístunda til að vinna að. Trúmál hefir Árni látið sig miklu skipta, og mikið um þau mál ritað, bæði frá eigin brjósti og eins þýðingar merkra höf- unda. Bindindismál hafa honum alla tíð verið hugþekk og nokkuð fekkst Árni við stjórnmál meðan sjálfstæðis- barátta íslendinga stóð hæðst yfir. Með störfum sínum hefir Árni skap- að sér vinsældir og starfsfélagar hans eldri og yngri hafa miklar mætur á Árna. Hann hefir alla tíð verið traust- ur starfsmaður, dugandi og ötull. Árla gengur hann til starfa og vinnur hvern dag af meðfæddri vandvirkni, sam- BENZÍN Af/mest Hreinast Bezt Benzín-geymar vorir (grænir) eru alls staðar meðfram þjóðvegunum Olíuverzlun r Is/ands h.f.

x

Bankablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.