Bankablaðið - 01.12.1938, Side 29
bankablaðíð
101
Ellert Sölvason:
IpróHastarfsemi bankamanna
Það er öllum kunnugt, að miklar
kyrrstöður eru líkama mannsins ó-
eðlilegar. Hann fær ekki þá áreynslu,
sem hann þarfnast til þess að blóð-
straumurinn verði nógu ör til hinna
ýmsu líkamshluta. Vöðvarnir þjálfast
ekki nóg, og þarafleiðandi verður
líkaminn ekki eins fær um að afkasta
mikilli vinnu. Þar við bætist svo, að
oftast munu þeir, er kyrrstöður hafa,
lifa og hrærast í innilofti næstum all-
an daginn. Starf, sem er svona vaxið,
verður að teljast fremur óhollt lík-
amlegu heilbrigði. Þá er að athuga,
hvað sé hægt að gera, til að jafna
þetta. Sú hreyfing sem kölluð er í-
þróttir, hefir í aldaraðir verið notuð
til að styrkja líkamann og á náðir
hennar hafa flúið menn og konur, svo
milljónum skiftir. Hún hefir líka þann
eiginleika, að henni er skift í marg-
ar greinar, sem eru misjafnlega erf-
hægð og prúðmennsku, átti hann í fór-
um sínum óþrjótandi uppsprettu af
kýmni og fyndni, sem einkum fékk út-
rás, er hann tók til máls á slíkum sam-
komum. — Varð hann þannig einatt
hrókur alls fagnaðar. — Vegna þessa
og margra annara mannkosta, munu
þeir nú margir, sem ásamt nánustu
vandamönnum hans, sakna góðs og
göfugs manns, er hann er allur.
Reykjavík, 23. nóv. 1938.
Bjarni Jónsson
frá Unnarholti.
iðar og get ég fullyrt, að þar er eitt-
hvað fyrir alla ,ef þangað er leitað.
í þessu sambandi vildi ég benda
á, að bankafólk, karlar sem konur,
kæmu á hjá sér reglulegri íþrótta-
starfsemi, til að byrja með, t. d. leik-
fimi, sundi og knattspyrnu, og jafn-
vel í frjálsum íþróttum.
Á undanförnum sumrum hefir far-
ið fram keppni í knattspyrnu milli
Útvegsbankans og Landsbankans.
Hafa þessar keppnir oft vakið gaman
og gleði, en það er ekki nóg, að koma
saman 2—3 á sumri og keppa. Til
þess að not verði að þessu fyrir starfs-
menn bankans, þurfa þeir að hafa
reglubundnar æfingar fyrir leikina,
yfir allt sumarið. Því að mæta ó-
þjálfaður til leiks, getur verið hættu-
legt heilsunni, og þá kemur þessi í-
þróttastarfsemi ekki að notum, og
getur verkað öfugt ' við það, sem
henni er ætlað. Þessvegna þurfum við
að koma oftar saman til æfinga, en
við gerum, og þá munum við brátt
finna að harðsperrur og önnur óþæg-
indi í sambandi við þessa einstöku
leiki hverfur og tilganginum verður
náð. Þó ég sé nú knattspyrnumaður
og mæli með þeirri íþrótt, þá er hún
það erfið íþrótt, að ýmsir starfsmenn
banka gætu tæplega stundað hana,
og svo er annað, að þar komast ekki
að nema aðeins 11 í einu kappliði.
Þá er mér að detta í hug, hvort þess-
ir menn gætu ekki farið að keppa í
sundi, og t. d. skorað á Útvegsbank-