Bankablaðið - 01.12.1938, Page 32
jueiðrétting.
Á bls. 104 í 5. línu á eftir 1. nóv. s.l.
104 á að koma úr Fiskveiðasjóði Islands. BANKABLAÐlÐ
Overjandi greiðvikni
Á fundi 13. þ. m. ákvað fulltrúaráð
Útvegsbankans að greiða hinum nýskip-
aða bankastjóra Ásgeiri Ásgeirssyni til
viðbótar bankastjóralaunum hans kr.
4.200,00 á ári, frá og með 1. nóv. s. 1.
Samkvæmt lögum hefir ráðherra sá,
sem fer með sjávarútvegsmál, þ. e. at-
vinnumálaráðherra, á hendi yfirumsjón
Fiskiveiðasjóðs íslands, en framkvæmd-
arstjórn hans annast Útvegsbankinn.
Reikningshald og fjárreiður sjóðsins er
aðskilið fjárhag bankans.
Er það því eitt af skyldustörfum
bankastjóra Útvegsbankans að gegna
framkvæmdarstjórastörfum sjóðsins
jafnt og bankans, en aukaþóknun hafa
þeir aldrei til þessa fengið greidda fyr-
ir þau störf.
Með ákvörðun þessari hefir engu ver-
ið breytt um fyrirkomulag á fram-
kvæmdarstjórn sjóðsins, þar sam hinir
bankastjórarnir hafa ekki verið leystir
frá störfum í þágu sjóðsins, og Ásgeiri
Ásgeirssyni hefir heldur ekki verið fal-
ið að hafa þau störf sérstaklega á hendi
fyrir bankans hönd.
Ekki er kunnugt, að Ásgeir Ásgeirs-
son hafi, síðan hann tók við stöðu sinni
sem bankastjóri, 4. nóv. s. 1., haft nein
afskipti af stjórn sjóðsins, þótt ákveðið
hafi verið, að greiða honum laun fyrir
þau frá 1. nóv. s. 1.
Fulltrúaráð bankans hefir með á-
kvörðun þessari sýnt hinum nýja og
með öllu óreynda bankastjóra óverjandi
greiðvikni, og stingur svo fljót og greið
afgreiðsla á launabótaerindi hins nýja
bankastjóra mjög í stúf við undirtektir
og afgreiðslu fulltrúaráðsins á erindum
óbreyttra starfsmanna bankans og fé-
lags þeirra.
Er hér um fyrirskipun frá atvinnu-
málaráðherra að ræða?
Ef svo er, virðist fulltrúaráðið vera
orðið viljalaust verkfæri í höndum ráð-
herranna. En ef svo er ekki, þá skortir
fulltrúaráðið ekki þor, vilja eða hug-
kvæmni til úrræða, þá er vildarmenn
þess eiga hlut að máli.
Þessi meðferð á fé Fiskiveiðasjóðs
mun mælast illa fyrir, enda er hún stór-
hneyksli.
N. S.
Ungur maður bauð stúlku að kvöld-
verði á dansleik nokkrum. Allan tím-
ann meðan þau snæddu, horfði gest-
gjafinn í sífellu á stúlkuna.
Að loknum verði spurði maðurinn
hverju sætti. Fyrirgefið herra, ég gat
ekki að því gert að horfa með aðdá-
un á stúlkuna. Þetta er í sjötta sinn í
kvöld, sem hún kemur til okkar með
ungum manni og borðar.
Mamma, við Siggi höfum verið að
leika póstmenn í dag. Við höfum látið
alla, sem við hittum á götunni fá
bréf.
Móðirin: Hvar fenguð þið bréfin?
Við fundum þau í skúffunni þinni,
þau voru bundin saman með bláu silki-
bandi.
Móðirin fölnaði.