Bankablaðið - 01.12.1938, Page 34

Bankablaðið - 01.12.1938, Page 34
106 BANKABLAÐIÐ Til Bodenbach Ferðapistill eftir Ingólf Porsteinsson Árla morguns hvítasunnudag 1933 risum við úr rekkjum nokkrir Islend- ingar í Dresden. — Ætluðum við í skemmtiför út fyrir landamæri Þýzka- lands, til Bodenbach í Tékkóslóvak- íu, sem þá var. Nú mun Bodenbach og héruðin þar í grend tilheyra Þýzka- landi, eftir lausn Sudetadeilunnar. — Veðrið var blítt, sólskin og strax mikill hiti, enda þótt enn væri snemma morg- uns. Áin Elbe rennur í gegnum borg- ina, og eftir henni fara hiólaskipin, sem bera bæði fólk og varning, alla léið niður til Hamborgar, en þar er mynni árinnar. Ekki er hægt að segja að flughraði sé á farartækjum þessum, því að í samanburði við önnur nútíma farartæki, fara þau frekar hægt, og þá einkum er þau fara á móti straumi. Alla jafna, sumar sem vetur, fara eftir ánni stórir prammar, sem dregnir eru af hjólaskipum, en á sumrin koma svo skrautleg farþegaskip, og flytja þau eingöngu fólk. Með einu þessara skipa ætluðum við nú að ferðast. Við stigum þó ekki á skipsfjöl í Dresden, heldur fórum við með járnbraut til bæjar eins upp með ánni, sem Pirna heitir, og stigum þar á skip um klukkan 10 um morguninn. Skipið, sem við fórum með, hafði far- ið frá Dresden, mjög snemma þennan sama morgun, um kl. 6 eða 7. Beerinn Pirna er um 18 km. frá Dresden, og er á stærð við Reykjavík, eða hefir rúmlega 33000 íbúa. Bærinn er gamall og hélt þetta sumar hátíð- legt 700 ára afmæli sitt. Þegar við fórum þarna um, var afmælisfagnað- urinn nýlega afstaðinn, og hafði stað- ið í heila viku. Pirna er að mörgu leyti merkilegur bær, og á sér merka sögu, sem mjög er bundin við styrj- aldir og herferðir. Á 18. öld var Pirna þekkt fyrir ofnagerð sína, þóttu stofu- ofnar þaðan hinir fegurstu og voru seldir víða. Þar eru gömul hús í Renaissance-stíl, og margt annað, sem minnir á forna menningu. Pirna er iðnaðarbær mikill, er þar meðal ann- ars unnið silki, pappír, járn og gler. Viðstaðam í Pirna ýar ekki löng, og héldum við áfrm ferðinni með þessu hjólaskipi upp eftir ánni. Það er skemmtilegt á þessari sigl- ingu, því að veðrið er eins gott og það getur verið. Nú eins og opnast fyrir okkur dalur, þröngur en grösugur, því að beggja vegna árinnar eru brattar hlíðar, skógi vaxnar upp á brún. — Fornir kastalar og frægir eru á hæð- unum hér og hvar, þeir bera við him- inn og hverfa aftur fyrir okkur þeg- ar skipið líður áfram og fyrir næstu bugðu á ánni. Svo margt er um manninn á skip- inu, að vart verður þverfótað á þil- farinu, en undir þiljum er meira rými, og þangað förum við er líður að há-

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.