Bankablaðið - 01.12.1938, Qupperneq 37

Bankablaðið - 01.12.1938, Qupperneq 37
BANKABLAÐIÐ 109 Nýju bankastj órarnir Samkvæmt tillögu fjármálaráðherr- ans voru á fundi fulltrúaráðs Útvegs- bankans 3. nóv. s.l. ráðnir sem með- bankastjórar við aðalbankann í Reykja- vík frá 1. nóv. að telja, þeir: Ásgeir Ásgeirsson, alþm., fræðslu- málastjóri — og Valtýr BlöncLal, cand. jur., starfsm. í Landsbankanum, og tóku þeir við störfum 4. nóv. s. 1. Eins og kunnugt er, hafa stöður þessar verið óskipaðar síðan þeir Jón heit. Ólafsson, féll frá í ágúst 1937, og Jón heit. Baldvinsson, í marz 1938, og hefir aðalbankastjóri bankans einn stjórnað bankanum þennan tíma. — Hafa viðskiptamenn og starfsmenn bankans talið þá skipun á stjórn hans góða og alla afgreiðslu mála öllu hrað- ari og betri meðan aðeins var einn bankastjóri. Það mun almennt álit starfsmanna og viðskiptamanna bankans, að við skipan hinna nýju bankastjóra hafi fjármála- ráðherra tekið meira tillit til hagsmuna ákveðinna stjórnmálaflokka en til bank- ans sem annars aðal viðskiptabanka allra landsmanna. Við skipan þessa var ekkert leitað eftir mönnum í starfsmannaliði bank- ans og ekki var þeim gefinn neinn kostur á að sækja um stöður þessar. Höfðu þeir þó með bréfi fulltrúaráðs bankans, dags. 22. maí 1936, fengið full loforð fyrir því, að þeim væri gefinn kostur á að sækja um stöður, sem losn- uðu í bankanum og loforð um forgangs- rétt til þeirra að öðru jöfnu fyrir mönn- um utan bankans. Starfsmenn bankans munu líta svo á, að meðal útibússtjóra og annara starfs- manna bankans séu menn, sem jafnist fullkomlega á við hina nýju banka- stjóra, að því er hæfileika til stjórn- ar á banka tekur, og að starfsmönnum bankans sé sýnd sérstök lítilsvirðing með því að fram yfir þá sé tekinn starfsmaður, úr öðrum banka, sem ekki hefir getið sér orð fyrir að hafa neina sérstaka menntun eða hæfni til starfa fram yfir þá. Fulltrúaráð bankans hefir brugðist loforðum sínum við starfsmenn bank- ans og geta starfsmenn því hér eftir ekki gert sér vonir um að þeir komi til greina, er bankastjórastöður losna, heldur verði aðeins farið eftir póli- tískum verðleikum eins og tízka er orð- in í landi voru við embættaveitingar. Mun mörgum spurn, hvort ekki sé hollara fyrir bankana og þá um leið viðskiptamenn þeirra, að framgjarnir starfsmenn bankanna gefi sig heilir og óskiptir að störfum sínum og einbeiti kröftum og áhuga í störfum sínum í bönkunum í von um frama þar, heldur en að þeir leiti frama með því að gerast pólitískir spekúlantar, en sú leið mun fáum fær nema að fórna í það tíma og kröftum. Það skal viðurkennt, að áhrifamenn í stjórnmálum geta verið bönkunum að miklu liði og nýtir starfsmenn, t. d. hinir látnu bankastjórar. Ef velja á menn eftir stjórnmálaskoðunum í yfir- stjórn bankans, þá á að velja duglega áhrifamenn, sem geta gert bankanum verulegt gagn, en hafna öllum pólitísk- um liðhlaupum og liðleskjum. r. s.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bankablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.