Bankablaðið - 01.12.1938, Page 38

Bankablaðið - 01.12.1938, Page 38
110 BANKABLAÐIÐ Er peningaskápur, sem gengið hefir kaupum og sölum og margir haft lykla að, öruggur til varðveizlu fjármuna ? Tveir dómar — Greinargerð Jóhanns Arnasonar Ár 1936, fimmtudaginn 30. apríl var í bæjarþingi Reykjavíkur í málinu nr. 81/1934 Jóhann Árnason gegn Eggert Claessen uppkveðinn svohljóðandi dóm- ur: — Mál þetta er eftir árangurslausa sáttaumleitun höfðað fyrir bæjarþing- inu með stefnu, útgefinni 24. apríl 1934 af Jóhanni Árnasyni, bankaritara hér í bæ gegn Eggert Claessen hrm., hér í bænum, til greiðslu á kr. 600,00 með 6% vöxtum frá 1. júlí 1929 til greiðsludags og málskostnaðar að skað- lausu. Stefndur krefst aðallega frávísunar en til vara sýknu og málskostnaðar eft- ir mati réttarins. Málavextir eru þeir, að árið 1929 lánaði stefndur, sem þá var einn af þremur bankastjórum Islandsbanka, félagi nokkru hér í bænum peninga- skáp, er bankinn átti. í apríl 1930 lét stefndur af stjórn bankans, enda hætti bankinn þá störfum, en Útvegsbanki Islands h.f. tók við öllum skuldum hans og eignum, þ. á. m. ofangreindum pen- ingaskáp. Skápurinn var þá í láni enn þá og var honum ekki skilað til Út- vegsbankans, þegar hann yfirtók eignir og skuldir íslandsbanka. Þ. 3. febrúar 1934 framselja svo tveir bankastjórar Útvegsbankans stefnanda skápinn „til fullrar eignar“. Stefnandi taldi sig þó ekki geta haft skápsins full not, þar eð hann taldi hann hafa gengið manna á milli og að til mundu vera að honum margir lykl- ar, er gerðu hann óhæfa verðmæta- geymslu. Auk þess telur stefnandi að allar likur séu fyrir því, að skápurinn sé nú orðinn svo skemmdur og slitinn eftir 5 ára notkun, að stefndur geti ekki leyst sig undan skyldu sinni gagn- vart sér sem eiganda skápsins með því að skila honum, en það hefir stefndur boðið. Stefnandi telur því, að eins og nú sé komið, þá beri sér ekki skylda til að taka við skápnum heldur geti hann krafist andvirðis hans af stefndum, sem einn beri ábyrgð á, hvernig nú sé komið um þetta verðmæti. En þar eð stefndur neitaði að greiða andvirði skápsins, höfðaði stefnandi mál þetta og gerði í því áður greindar kröfur. Frávísunarkröfu stefnds var hrundið með dómi hæstaréttar, uppkveðnum 5. marz 1936, og er því ekki ástæða til að athuga hann hér. Sýknukröfuna byggir stefndur á því,

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.