Bankablaðið - 01.12.1938, Qupperneq 39

Bankablaðið - 01.12.1938, Qupperneq 39
BANKABLAÐIÐ 111 að hvorki bankinn né stefnandi eigi kröfu til annars, en að fá skápinn úr láninu og bætur, ef um skemmdir væri að ræða, og þar eð bæði stefndur sjálf- ur, og félagið, sem hann lánaði skápinn sé reiðubúið til að skila honum þegar í stað, og hafi nú þegar boðið hann ár- angurslaust fram, þá beri að sýkna sig af kröfum stefnanda í máli þessu. Það verðúr að telja, að stefndur hafi sem bankastjóri haft heimild til að lána skápinn um stundarsakir, þar eð bank- inn hafði hans ekki þörf, en hins vegar telur rétturinn, að eftir atvikum bæri stefndur persónulega ábyrgð á því að lántaki standi við allar skyldur sínar út af láninu gagnvart bankanum eða nú gagnvart stefnanda. Það verður því að teljast skylda stefnds, að sjá um að skápnum sé skil- að óskemmdum til stefnanda, en ef hann gæti ekki fullnægt þeirri skyldu, þá kæmi skyldan til greiðslu andvirðis skápsins fyrst til greina. Það sem því liggur fyrir til úrlausnar í máli þessu er það, hvort skápnum sé nú svo ábóta- vant, að stefndur geti ekki fullnægt skyldu sinni gagnvart stefnanda með því að sjá um að skápnum sé skilað. Það verður að teljast fyllilega upplýst í málinu, að skápurinn stendur stefn- anda til boða hvenær sem er, og verða ágiskanir stefnanda um það, að stefnd- ur bjóði fram annan skáp, en þann sem hann lánaði, ekki taldar hafa við rök að styðjast. Stefndur hefir játað að smíðaðir hafi verið að skápnum og skúffunum í honum nokkrir aukalyklar, en jafnframt staðhæfir hann, að þeir fylgi allir' skápnum og hefir stefnandi ekki sannað eða líklegt gert, að fleiri lyklar séu nú til að skápnum en stefnd- ur býður fram með honum. Þá telur stefnandi og, að skápurinn muni nú vera orðinn skemmdur af not- kun í þau 5 ár, sem hann hafi verið í láni, en gegn andmælum stefnds, verð- ur það heldur ekki talið sannað. Síðan skápurinn var lánaður, hefir hann ætíð verið í vörzlum sama félagsins, Odd- fellowastúku nokkurrar hér í bænum, fyrst í Ingólfshvoli og síðar í geymslu, sem Oddfellowar fengu í húsi Ölgerð- arinnar „Þór“, og virðast geymslur þessar hafa verið hinar öruggustu fyrir skápinn. Samkvæmt framansögðu telur réttur- inn ekkert það hafa komið fyrir í mál- inu, er bendi til þess, að stefndur geti ekki leyst sig undan skyldu sinni gagn- vart stefnanda með því að skila skápn- um. Það verður því að telja, að stefn- anda hafi ekki tekist að sanna það í máli þessu, að hann ætti tilkall til ofan- greindrar fjárhæðar frá stefndum, en með tilliti til þess, hversu lengi skápur- inn hefir verið í láni og þess að þrátt fyrir framan sagt, þykir ekki útilokað, að fleiri lyklar hafi verið smíðaðir að skápnum en boðnir eru fram með hon- um og stefnanda kann síðar að takast að sanna að svo hafi verið, þykja úrslit málsins með tilliti til málavaxta eiga að verða þau, að stefndur verði sýkn- aður að svo stöddu af kröfum stefn- anda. Eftir málavöxtum þykir málskostn- aður eiga að falla niður. 1 einu varnarskjali sínu viðhefur stefndur eftir farandi ummæli: „en þetta er alltsaman tilhæfulaus upp- spuni hjá stefnanda, sem er aðeins gott sýnishorn af því, hvílíkur maður stefn- andi er“. „.... og til þess að hnekkja rógi stefnanda ..." og „... til þess að svívirðingum stefnanda um Snorra væri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bankablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.