Bankablaðið - 01.12.1938, Síða 42

Bankablaðið - 01.12.1938, Síða 42
114 BANKABLAÐIÐ þessu er augljóst, að Eggert Claessen hafði með notkun sinni á skápnum skapað öll skilyrði til þess að sams- konar misfellur gætu átt sér stað í Út- vegsbankanum og þær voru, sem^ kunnar eru úr Landsbankamálinu. Og hver átti að bæta bankanum fjárhags- tjónið ef rannsóknin hefði leitt í Ijós eftirfarandi dómsályktun ,,en með til- liti til þess, hversu lengi skápurinn hefir verið í láni og þess að þrátt fyrir framan sagt, þykir ekki útilokað að fleiri lyklar hafi verið smíðaðir að skápnum“ (en starfsmanninum voru afhentir, skal hann vera sýkn af áJ kærunni ?) Ég vil nú vekja sérstaka athygli á því, að þetta skeði áður en ég fékk kröfuna framselda út af peninga- skápnum. Og þá er það væntanlega engum dómbærum mönnum furðuefni þótt bankastjórn Útvegsbankans hafi álitið slíkan skáp einskis virði fyrir bankann: Bankinn mátti ekki eiga á hættu að nota skápinn og gat heldur ekki tekið á sig þá ábyrgð að selja hann, því öryggisleysið, sem fylgir honum gat fyrr eða síðar, ekki aðeins skapað ástæðu fyrir kaupandann til að skila skápnum aftur og endur- heimta andvirði hans, heldur einnig eftir atvikum komið af stað skaða- bótakröfu á hendur seljanda. Af þess- ari mikilvægu ástæðu taldi ég vera augljóst mál að stefndur hlyti að verða dæmdur til þess að greiða and- virði skápsins, og hafa þannig hér eftir eins og hingað til allan veg og vanda af notkun hans eða sölu. Fjórir lærdómsríkir dómar eru gengnir í máli þessu: I fyrstu umferð- inni tók undirréttuijinn fyrri kröfu stefnds til greina og vísaði málinu frá. Þeim dómi var hrundið með dómi hæstaréttar 5. marz 1936. Hinir tveir, sem birtast hérna, þurfa væntanlega engra skýringa við. En eins og sjá má af dómum þessum var mér gert að færa sönnur á, að fleiri lyklar séu til að skápnum, en stefndur bauð fram með honum. Um þetta sagði stefndur í rskj. 5. „1 því sambandi skal ég geta þess, að mér er kunnugt um að félag- ið bæði vill og getur hvenær sem er afhent ekki einungis skápinn ó- skemmdan, heldur einnig lyklana sem fylgdu honum og tvo nýja lykla sem búnir hafa verið til að skápnum sjálfum og nokkra lykla, sem búnir voru til að tveimur skúffum í skápn- um.“ Þegar málið kom, í fyrra sinn, fyr- ir í hæstarétti kvaðst stefndur hafa látið smíða þrjá lykla, en fengið einn með skápnum. Hins vegar staðfesti firmað, sem seldi hingað skápinn, að tveir lyklar hefðu fylgt skápnum og var það vottorð lagt fram í hæstarétti. Þessu votttorði mótmælti stefndur og hélt sér nú fast við fæstu lyklatöluna; þannig að hann kvaðst hafa tekið á móti einum lykli, af bréfriturunum (sem höfðu báðir lyklana að skápn- um) og hafa látið smíða tvo lykla. Málafærslumaður minn benti á tölu stjórnarmeðlima stúkunnar og upp- lýsti að t. d. hefðu allir stjómarmeð- limir st. Ingólfur haft lykla. Þetta lýsti stefndur ósatt og sagði að það væri aðeins yfirmeistari, gjaldkeri og ritari, sem hefðu lykla. Nú þykir mér líklegt að margir þeir sem vita hið rétta í þessu máli muni lesa þetta og vil ég sérstaklega benda þeim á — og biðja þá að íhuga — eftirfarand'i röksemdatfærslu, sem

x

Bankablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.