Bankablaðið - 01.12.1938, Page 45

Bankablaðið - 01.12.1938, Page 45
BANKABLAÐIÐ 117 Bankaklukkan í síðasta blaði var grein um klukku þá í Landsbankanum, er sýnir komu- tíma manna ,í bankann á morgnana. Ég vil ekki láta grein þessari algerlega ómótmælt, þareð höf. ásakar starfs- fólk bankans .— í heild — um slæp- ingshátt og iðjuleysi á morgnana. Það má vel vera, að deild sú, er hann vinn- ur í,hagi svo verkum, að lítið eða ekk- ert sé að gera kl. 9—10 á morgnana og að menn slæpist þar við blaðalestur, skraf o. f 1., en höf. má ekki dæma all- an bankann eftir því. En fyrst minnst er á klukkuna, þá verð ég að segja, að mér virðist hún alveg óþörf í banka, þar sem menn verða að ljúka verki sínu, — hvort sem það er búið kl. 5, eða gengur fram á nótt, — án aukagreiðslu. En, sem arra þjóða dæmi oss að varnaði verða. Sækjumst eigi eftir því, að blanda geði við öfgar þeirra og ofstopa. Unum glaðir við okkar. Hér er gnægð alls, ef við kunnum að lifa og erum sam- taka. — Eins og stjörnur no ðursins eru skærar meðal stjarna, eins eru Norðurlönd björt meðal landa. Hvar í heimi er friður nú, ef hann er ekki þar ? Og er ekki okkar land — ísland, dásamlegast þeirra allra? — Það mun börnum þess finnast flestum. Hamingj- an gefi okkur þá að geyma þess vel, og alls, er það hefir gefið, gefur og mun gefa, meðan það er mönnum byggt. Lifi landið okkar, ísland! kunnugt er, greiðir Landsbankinn ekki fyrir aukavinnu. Slíkar klukkur eru ætlaðar fyrir verksmiðjur, er greiða tímakaup. Það verður að ætlast til þess, að deildarstjórar bankans geti hver fyrir sína deild, séð um að fólkið komi á réttum tíma, það er að segja, þeir fáu, sem ekki gera það af sjálfs- dáðum. Eins og bankamenn vita, fer mikið af vinnu bankanna fram fyrir kl. 10 á morgnana, er opnað er, og eftir kl. 3, þegar lokað er. Ætti starfsmönnum að vera það í sjálfsvald sett, hvort þeir vinna fyrir kl. 10 á morgnana eða á kvöldin, eftir kl. 5. — En klukkan fyrirbyggir morgunvinnu, þareð hún er ekki „opnuð“ fyrr en kl. 9, og, þeg- ar maður er seztur við verk t. d. uppi á öðru lofti, gleymir maður að fara niður og stimpla, eða nennir því ekki. — Þetta kostar það, að viðkomandi hefir ekki komið þann dag, enda þótt hann hafi komið fyrstur allra! Á mína vinnu í bankanum hefir þessi klukka engin önnur áhrif en þau, að ég kem, stundum seinna, vegna þess að hún er þar. Fyrir það fólk í bankan- um, sem svo hagar til með, að það verður að vinna fram eftir á kvöldin, en þarf ekki að byrja fyrr en kl. 10 á morgnana, er klukku-stimplunin, hreint og beint ranglæti. Jeg vil leggja til, að rauða „brenni- merkið“ sé fært til kl. 9% og vörður látinn vera við klukkuna til kl. 10l/á og að skrifstofustjóri spyrji daglega, þá er koma of seint um ástæður fyrir fjarveru. Annars er þessi klukka alveg þýðingarlaus. Þ.

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.