Bankablaðið - 01.12.1938, Blaðsíða 51
BANKABLAÐIÐ
123
skal skipuð fimm mönnum og fimm til vara. Kjörgengir eru allir sambands-
félagar, sem vinna við banka- eða sparisjóði í Reykjavík og orðnir eru 21
árs að aldri. Stjórnin skal kosin hlutbundinni kosningu og skiptir með sér
verkum þegar á fyrsta fundi sínum eftir aðalfund, kýs sér forseta, varafor-
seta, gjaldkera, fundarritara og bréfritara. Áður en kosning fer fram skulu
fundarstjóra afhentir listar með mest fimmtíu nöfnum, og fylgi hverjum lista
minnst 10 meðmælendur. Rjett kjörnir varastjórnendur eru þeir, er kosnir
voru af hverjum lista. Varamenn taka sæti aðalmanna í forföllum þeirra.
7. gr. Sambandsstjórnin boðar til sambandsfunda, þegar henni þykir
þurfa. Skylt er þó að kalla saman fur.d, ef minnst 10 félagar óska þess
skriflega og tilgreina fundarefni.
Hverjum fundi stýrir lcjörinn fundarstjóri. Hann tilnefnir ritara fund-
arins, er rita skal í gerðabók skýrslu um það, sem gerist á félagsfundum.
Fundargerðirnar skulu lesnar upp í fundarlok, og bornar undir atkvæði.
Fundarstjóri og ritari undirskrifa síðan fundargerðina. Skal hún vera full
sönnun þess, er farið hefir fram á fundinum.
Atkvæðagreiðslum skal haga eins og fundarstjóri nánar kveður á um,
nema öðruvísi sé fyrir mælt í lögum þessum. Þó skal skrifleg atkvæða-
greiðsla fara fram jafnan, er 10 sambandsfélagar óska þess.
8. gr. Sambandsstjórnin boðar tilfunda og sér um dagskrárefni. í því
skyni er henni heimilt að skipa nefndir í einstökum málum. Stjórnin skal
einnig að öðru leyti vinna að viðkynningu meðlima sinna, auka félagslíf
þeirra, auka möguleika þeirra til þess að afla sér frekari þekkingar í banka-
fræði og leikni í störfum. Stjórnin skal einnig leitast við að fylgjast með í fé-
lagsstarfsemi bankamanna í nágrannalöndunum, láta halda fræðandi fyr-
irlestra fyrir félagsmenn, svo oft sem fært er, vinna að því að styrkir fáist
frá bankastofnunum til utanfara, gefaút blað til skemmtunar og fróðleiks,
eins oft og fært þykir, o. s. frv.
9. gr. Stjórn sambandsins stýrir málefnum þess milli funda og er full-
trúi sambandsfélaga í þeim málum, sem varða stéttina almennt.
Stjórnin heldur gerðabóka um það, sem _gerist á stjórnarfundum, og
skulu fundargerðirnar undirritaðar af henni. Stjórnarfundir eru því aðeins
lögmætir, að fjórir stjórnendur séu mættir að minnsta kosti.
Félög í sambandinu eða ófélagsbundnir einstaklingar geta skotið mál-
um sínum til aðgerða sambandsins og hefir sambandið fullt umboð til þess
að leysa málin.
10. gr. Árgjöld sambandsfélaga skulu ákveðin fyrir hvert ár á aðal-
fundi. Félögin standa skil á gjöldum meðlima sinna.
1. gr. Reikningsár sambandsins er starfsár þess. Á aðalfundi ár hvert
skal kjósa 2 menn og einn til vara til að endurskoða reikninga sambands-
ins. Skulu þeir kosnir óbundinni kosningu.
12. gr. Á aðalfundi skulu þessi mál tekin fyrir:
1. Starfsskýrsla liðins árs.
2. Reikningsskil.
3. Lagabreytingar.
4. Kosning stjórnar, varamanna, svo og endurskoðenda.
{5. Ákvörðun um árgjöld sambandsfélaga.