Bankablaðið - 01.04.1953, Blaðsíða 13

Bankablaðið - 01.04.1953, Blaðsíða 13
Haraldur Jóhannessen. Brynjólfur Þonteinsson. í fyrstu lögum félagsins segir m. a.: 1. gr. Nafn félagsins er: Félag starfs- manna Landsbanka íslands. Skammstafað F.S.L.Í. og er þessi grein félagslaganna óbreytt enn í dag. í 2. og 6. gr. laganna er rætt um skyldur félagsmanna og markmið félagsins og segir m. a.: „Markmið félagsins er að efla þekking starfsmanna bankans á bankamálum, starfa að samvinnu þeirra í milli og aftur í milli yfir og undirmanna, jafna alla misklíð er upp kann að koma milli þeirra innan bankans, og yfirleitt gæta hagsmuna félags- manna í hvívetna.“ í 6. gr. segir m. a.: „Stjórnin skal kjósa sér einn umboðsmann í hverju útibúi og skulu þeir senda stjórninni tillögur frá starfsmönnum útibúanna og árgjöld þeirra. Stjórninni er heimilt að skipa nefndir, ef hún álítur Jjcss þörf, og skylt er félags- mönnum að taka sæti í nefndum, er stjórn- in skipar, eða fundur kýs, og starfa í þeim.“ Eins og sjá má á ofanskráðu hefir félagið í upphafi markað sér ákveðna afstöðu til mála og jafnframt gert ákveðnar kröfur til félagsmanna um skyldur við félagið. Félagið hefir til þessa starfað eftir þeim grund- vallaratriðum sem stofnendurnir mörkuðu í 2. gr. félagslaganna, þó orðanna hljóðan séu ekki sömu og í upphafi. A öðrum félagsfundi skýrir formaður frá því að félagsstjórnin hafi ekki setið auðum höndum og segir svo í gjörðarbók félags- ins: „Formaður skýrði frá, að stjórn félagsins hefði þegar að afloknum stofnfundi farið að hugsa félaginu fyrir húsnæði í framtíð- inni, og að stjórnin hefði verið sammála um, að eitt af höfuðskilyrðunum til þess að félagsskapurinn mætti koma að sem bezt- um notum, væri að það hefði ráð yfir sem beztu húsnæði, er félagsmenn hefðu tæki- færi til að hittast í og lesa fræðandi blöð, tímarit, auk fundarhalda um áhugamál sín, en jafnframt hefði stjórnin verið sam- mála um það, að slíkt húsnæði væri félag- inu ofvaxið að kosta, eins og félagsgjöld- unum væri háttað (ársgjaldið var ákveðið á stofnfundi kr. 10.00). Því hefði stjórnin snúið sér til stjórnar Landsbankans og BANKABLAÐIÐ 3

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.