Bankablaðið - 01.04.1953, Side 26

Bankablaðið - 01.04.1953, Side 26
FELAGSSTJORNIN 1952-1953 Sigurður Jóhannesson gjaldkeri. Einvarður Hallvarðsson formaður. Ása Guðmundsdóttir ritari. ef hér ætti að skrá sögu félagsins svo vel væri. Þá hefi ég ekki minnst þeirra mörgu félaga sem á liðnum árum hafa haft for- ustu fyrir félaginu og lagt mikið á sig að því vegnaði vel. Ég hefi af ásettu ráði sleppt að nefna nokkurn einstakan, að öðru leiti en þvi, er fram kemur í fundargerðarbók- um fá einstök mál. En eins og að líkum læt- ur, þá er það stjórn félagsins á hverjum tíma, sem ber uppi félagsstarfið. Á þeim hvíla skyldurnar, þakklætið og vanþakklæt- ið, fyrir það sem vel hefir tekist á liðnum árum. Þessum mönnum sem þar hafa verið að verki á liðnum aldarfjórðungi er senni- lega bezt ljóst sjálfum við hvaða erfiðleika verið hefir við að stríða. Þeir, hafa notið gleðinnar af góðum árangri, eða vonbrigð- anna, þegar miður hefir gengið. Þeim hin- um sem ekki hafa komið nærri þessum mál- um, nema með fundarsókn, er ekki Ijóst hin mikla vinna sem liggur á bak við að byggja upp slíkt starf, sem Félag starfs- manna Landsbanka íslands hefir leyst af hendi á liðnum árum undir forustu hinna mörgu ágætu manna, sem hafa verið í for- ustuliði starfsmanna bankans. Þeir munu ekki gera sér það Ijóst fyrr en þeir hafa tekið við trúnaðarstörfum í félaginu. En vel niega þeir á málum halda, ef þeir leggja meira að sér við félagsstörfin, en þeir sem við stýrið liafa verið frá upphafi. Við sem nú erum í félaginu, stöndum í óbættri skuld við þá sem hófu merkið á loft. V;ð heitum því á þessum tímamótum að láta merkið aldrei falla og gæta þess að vegur félagsins verði alltaf sem mestur. Það er engum vafa undirorpið, að félagið hefir gert margt vel og við værum stórum ver sett ef að samtök bankamanna væri ekki fyrir hendi. Ef við teljum starfi félagsins ábótavant, þá lítum í eigin barm. Höfum við gert skyldu okkar við félagið? Ef við stöndum vörð um það og vinnum að gengi þess, þá er ég í engum vafa um, að félagið verður í framtíðinni sverð okkar og skjöldur í þeim baráttumálum sem það tekur að sér. Heill og heiður fylgi þeim, sem á liðn- um árum hafa lagt fram starf og krafta til að auka veg og gengi Félags starfsmanna Landsbanka íslands. 16 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.