Bankablaðið - 01.04.1953, Page 27

Bankablaðið - 01.04.1953, Page 27
JCveðfa frá gömlum félaga Ein af beztu endurminningum mínum frá þeini árurn er ég vann í Landsbanka ís- lands er sú, þegar ég tók þátt í undirbún- ingi og stofnun félags starfsmanna bank- ans. — Ég kom í bankann um vorið 1914, liafði áður unnið í pósthúsinu nær því sjö ár. Á þeim áruni var aldrei minnst á félags- skap starfsmanna þessara stofnana. Hinn mikli félagsandi tuttugustu aldarinnar, sem á rót sína að rekja til samtaka jafnaðar- manna, hafði ekki haldið innreið sína hér. Verkalýðsfélög voru stofnuð hér á þeim áruni, en bankamönnum datt það varla í hug fyrr en síðar. Ég held að flestum fé- lögum mínum, og mér einnig, hafi fundizt of mikið „sosíalistabragð“ af slíkum félags- samtökum. Loks kom þó að því, að mönn- um þótti tími til þess kominn að ræða um hagsmuna-félag starfsmanna bankans. Yfir- menn bankans, sem áður höfðu verið frem- ur á móti bankamannafélagi, voru nú ekki á móti því. Þeir voru þá, góðviljaðir menn, eins og mér hefur reyndar virst flestir mínir húsbændur vera. Og eftir að félagið var stofnað voru bankastjórar og bankaráð jafn- an velviljuð félaginu og tóku til greina til- lögur þess, sem á rökum voru byggðar. Það voru ekki jafnaðarmenn öðrum frem- ur sem stóðu fyrir stofnun félags starfs- manna Landsbanka íslands. Ég held að þeir Haraldur Jóliannessen og Brynjólfur heit- inn Þorsteinsson hafi verið aðal-hvatamenn þess, að nokkrir menn voru kallaðir saman á fund í húsi Oddfellowa, Ingólfshvoli, þar sem rætt var um og ákveðin stofnun félags- ins. Við vorum, ef mig minnir rétt, 6 menn, sem þar voru saman komnir. Kom okkur saman um að stofna félagið, var það gert og gengu flestir starfsmenn bankans í það. Ekki var það vonum fyrri, að starfsmenn Landsbanka íslands stofnuðu félag sitt. Til- gangur okkar var fyrst og fremst að gœta hagsmuna félagsmanna, bæta kjörin að Þorsteinn Jónsson. ýnisu leyti. Auk þess að auka kynningu og samheldni og auka heilbrigt skemmtanalíf fólksins. Þetta var allt ágætt og tókst mæta- vel, eftir því sem vonir stóðu til. Því þótt sumir ætluðust til meiri árangurs en varð held ég, að stjórnir félagsins hafi jafnan á meðan ég þekkti til rækt störf sín vel og ötullega, en þó af fullri kurteisi og sann- girni. Mér virtist og svo, að bankastjórnin kæmi jafnan vel og drengilega fram. Þeir höfðu og hafa auðvitað, hagsmuna bank- ans að gæta og eru misjafnlega fastheldnir á venjur og fjármuni. Hefur því stundum verið við nokkuð ramman reip að draga. Vafalaust hefur félag starfsmanna bankans oft náð góðum árangri með samtökum sín- um, og það verið þægilegra fyrir velviljaða BANKABLAÐIÐ 17

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.