Bankablaðið - 01.04.1953, Síða 29

Bankablaðið - 01.04.1953, Síða 29
FIMMTU GIR* Jón Sigurðsson bankafulltrúi í hlaupareikn- ingsdeild Búnaðarbanka íslands varð fimmt- ugur 10. apríl s. 1. Hann á að baki langt starf í þjónustu bankans og hefir tekið virkan þátt í félagsmálum bankamanna m. a. verið forseti Sambands ísl. bankamanna. Bankablaðið sendir þessum ágæta félaga og samstarfsmanni bestu heillaóskir. Sigurður Þórðarson bankafulltrúi í bók- haldsdeild Búnaðarbanka íslands varð fimmt- ugur 2. apríl s. 1. Sigurður er velþekktur bankamaður og ágætur starfsfélagi og hefir starfað í bankan- um á annan tug ára. Hann hefir og verið virk- ur í félagsmálum bankamanna m. a. verið í stjórn Sambands ísl. bankamanna. Bankablaðið árnar honum allra heilla. kera að greiða í sérstakan reikning mánað- arlega áætlaðar skattgreiðslur starfsmanna á sama hátt og útsvör eru greidd. Mötuneyti starfsmanna var stofnað í des- ember og hefir byrjunarstarf þess gefið góða raun. Vísast um stofnun þess til greinar í síðasta Bankablaði. Vinnufatnað fékk allt starfsfólk bankans á árinu og eru það mikilsverðar kjarabætur. Þá gat formaður þess að í athugun væri kaup á sumar- og vetrarseli fyrir starfs- menn til sumarhvíldar og skíðaferða. Myndi það mál skjótt fyrir félagsmenn lagt til at- kvæðagreiðslu. A árinu eignaðist félagið vandað út- varpstæki og hinn ágætasta grammófón. Bankastjóraskipti urðu á árinu. Ásgeir Ásgeirsson lét af bankastjórastörfum eftir að hann hafði verið kjörinn forseti íslands. í hans stað var skipaður bankastjóri Jóhann Hafstein alþingismaður. Áður en skipun hans fór fram skrifaði stjórn Starfsmanna- félagsins fulltrúaráði bankans og vakti at- hygli þess á því, sem fulltrúaráðinu var þó ljóst, að innan bankans væri reyndir og menntaðir starfsmenn að finna, er færir væru að taka að sér bankastjórn, og óskaði stjórn Starfsmannafélags að til þeirra væri fyrst og fremst leitað þegar auð sæti væru í stjórnarstólum bankans. Þeim óskum var eigi mætt í þessum banka frekar en öðrum. Það harma allir bankamenn. BANKABLAÐIÐ 19

x

Bankablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.