Bankablaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 9

Bankablaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 9
Banka blaðið 44. árg. - 3. tbl. nóvember 1978 Útg.: Samband isl. bankamanna Blaðið unnu: Gunnar Eydal Björg Árnadóttir Ábm.: Sólon R. Sigurðsson Skrifstofa: Gunnar Eydal Björg Árnadóttir Bankablaðið er prentað í 2500 eintökum Efnisyfirlit: 4 Af Bankamannaskólanum 7 Bankamannaskólinn skóla- árið 1978 12 Óskabarnið 50 ára 15 Launatöflur 16 Þing Danska bankamanna- sambandsins 18 Fréttir frá starfsmanna- félögunum 31 Gjaldmiðill, mál og vog fyrri tíma 38 Ályktun stjórnar SÍB um kjaramál 39 Endurskipulagning seðla- og myntútgáfunnar 42 Fréttir Setning og prentun: PRENTSMIÐJAN HÓLAR HF. Launamál eru ávallt pólitísk... . . . og það eru raunar öll þau mál sem launþegasamtök eins og SÍB vinna að, en þau þurfa ekki að vera flokkspólitísk. Þeir gömlu bankamenn sem stóðu að stofnun SÍB fyrir nær 44 árum síðan höfðu þá framsýni til að bera, að ákveðið var að samtökin skyldu hvorki aðhyllast ákveðna stjórnmálastefnu né bindast nokkrum stjórnmálaflokki. Sarna er um samtök banka- manna á hinum Norðurlöndunum. Þessari stefnu hefur verið haldið alla tíð síðan. Stjórnarmenn SÍB hafa þannig verið valdir án tillits til stjórnmálaskoðana þeirra. Ég tel að sjaldan eða aldrei hafi betur komið í ljós en á þessu ári að þessi afstaða SÍB hafi verið rétt. Á árinu hafa tvær ríkis- stjórnir talið sig þurfa að grípa inn í gerða kjarasamninga með lagaboðum á mjög svipaðan liátt. SIB mótmælti aðgerðum rík- isstjórnarinnar í febrúar sl. og hefur einnig mótmælt þeim að- gerðum sem núverandi ríkisstjórn hefur staðið að í september og í desember. Forystumenn í hinum ýrnsu launþegafélögum og samtökum hafa á hinn bóginn þurft að standa í jreim sporum að mótmæla aðgerðum annarrar ríkisstjórnarinnar og jafnvel hvatt til þátt- töku í ólöglegum verkfallsaðgerðum en hafa svo lofsungið að- gerðir hinnar ríkisstjórnarinnar, sem eins og áður sagði voru mjög á sama veg þótt einhver blæbrigðamunur hafi verið á. Þetta er slæm staða sem forystumenn launþega hafa komið sér í. Enda virðist sem forystumenn a. m. k. sumra jreirra félaga hafi vaknað af Þyrnirósasvefni sínum og gert sér grein fyrir Jrví að pólitískt kjörnir forystumenn launþegarhreyfingarinnar hafi misnotað bæði þá og hinn almenna félagsmann hreyfingarinnar herfilega. Því geri ég þetta að umræðuefni í Jressari grein að einn fyrr- verandi ritstjóri og núverandi ráðherra skrifaði í blað sitt fyrir nokkru um nauðsyn þess að flokkur hans kæmist til áhrifa í ákveðnum launþegafélög-um þar sem hann hefði ekki haft áhrif sem skyldi. Á meðal þessara samtaka launamanna var Samband ísl banka- manna. Ég vona að íslenskir bankamenn hafi þá gæfu til að bera að hrinda innrás allra stjórnmálaflokka úr hvaða átt sem er, svo að þeir geti tekið málefnalega afstöðu til allra mála, en verði ekki hafðir að leiksoppum í pólitískum hildarleik. Með það í liuga óska ég öllum bankamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. S. R.S. BANKABLAÐIÐ 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.