Bankablaðið - 01.12.1978, Qupperneq 11

Bankablaðið - 01.12.1978, Qupperneq 11
hver þáttur um 20 kennslustundir og tók hálf- an mánuð í yfirferð, nema gjaldeyrir sem tók eina viku (fO stundir). Alls voru kennslustundir um 100 hjá hverj- um nemanda, sem er nokkur aukning frá því sem áður var. Almenn bankafrœði var sá þáttur, sem fremstur var í röðinni og tók yfir ýmis almenn atriði, sem ekki féllu beiut undir neinn hinna þáttanna, s. s. bankasögu, bankakerfið, seðla- banka, reiknistofnna, skipidag og stjórn, fram- komu gagnvart viðskiptamönnum, gjaldkera- störf og félagsmál bankamanna. Hafði hver kennari um 2 til 6 tíma fyrir hvert efni. Kennarar og námsefni var að mestu hið sama og fyrr (Björn Tryggvason, Sigurður Guttormsson, Ólafur Rósmundsson, Svein- björn Hafliðason ogTorfi Olafsson) auk skóla- stjórans. Þó voru hér nokkur nýmæli í náms- efninu, aðallega varðandi bankasögu og banka- skipulag. Tekið var nú saman námsefni um gjaldkerastörf fyrir skólann og gerði það Torfi Olafsson, deildarstjóri í Seðlabankanum, sem kennt hefur þetta efni um árabil. Keunslan í þessum þætti fór fram dagana 16. til 30. október, og prófað var 31. október. Innlán voru kennd frá 1. til 10. nóvember, alls um 20 kennslustundir. Prófað var 11. nóv- ember, sem var laugardagur. Námsefnið var tvíþætt, sparisjóðsdeildir og tékkar. Sigurjón Finnsson, fulltrúi í IJtvegsbanka, annaðist kennslu um sparisjóðslán, og er þar um töluvert nýtt efni að ræða vegna tölvuvæð- ingar sparisjóðsdeilda stóru bankanna. — Kennslu um tékka annaðist Ólöf Magmisdótt- ir, fulltrúi í Búnaðarbanka, en Hannes Pálsson hafði umsjón með þessari námsgrein eins og áður. Þar var einnig um nokkurt nýtt efni að ræða, vegna hinna nýju reglna um tékkameð- ferð (FIT). í lok yfirferðar fóru nemendur í heimsókn til Reiknistofu bankanna. Nokkuð meiri tíma var nú varið í þetta námsefni en áður. Gjaldeyrismál voru kennd aðeins í eina viku, þ. e. frá 13. til 17. nóvember, alls 10 kennslustundir. Prófað var 20. nóvember. Efni var tvískipt, þ. e. í gjaldeyrisreglur og í gjald- eyrisdeildir. Sveinn Sveinsson, lögfræðingur í Seðlabanka annaðist kennslu í gjaldeyrisregl- um, en Þorkell Magnússon útibússtjóri Lands- bankans, annaðist kennslu í málefnum gjald- eyrisdeildanna. í stórum dráttum er námsefn- ið svipað að stærð og inntaki og áður, þótt kennarar séu nú aðrir. Útlán voru kennd frá 21. nóvember til 12. des. og prófað var 13. des. Kennslustundir voru rúmlega 20 sem er öllu meira en verið hefur áður. Námsefninu var skipt í stórurn dráttum í tvennt, þ. e. verðbréf og lánastarfsemi al- mennt annars vegar og víxla bins vegar. Bene- dikt E. Guðbjartsson, lögfræðingnr Lands- banka, annaðist kennslu í fyrrnefnda þættin- um, en Gunnar Blöndal annaðist kennslu í víxlum. Námsefnið er í stórum dráttum svip- að því sem verið hefur áður, en öllu ýtarlega farið út í einstök atriði nú, því tími var nú nokkru rýmri. Verklegar greinar voru eins konar fimmti þáttur námskeiðsins. Skriftartíma sóttu um 15 manns, og vélritun aðrir 15, en reiknikennslu sóttu allir nemendur, og var þeim skipt í þrjá hópa. Kennsla í þessum greinum fór fram síð- degis, aðallega milli kl. 16 og 18, eitt skipti í viku í 10 vikur. Sú nýbreytni var tekin upp til reynslu, að nota vasatölvur við kennsluna í reikningi, og nemendum ætlað að leysa sérstök verkefni ut- an kennslustunda á elektrónískar skrifstofu- vélar í banka sínum. Megin áhersla var lögð á hagnýt reikningsdæmi í daglegum viðskiptum bankanna. Nú var hlutur reiknikennslunnar töluvert stærri en verið hefur áður í náms- skránni. Vélareikningur, æfingar á hinar gömlu sam- lagningavélar, var kenndur, ein stund á dag, frá 4. til 14. desember. Reiknikennsla var í höndum Vilhjálms Bjarnasonar, viðskiptafræðings hjá Útvegs- banka, skriftarkennsla í höndum Þorvaldar Jónssonar, skriftarkennara í Réttarholtsskóla og vélritunarkennslu annaðist Hildigunnur Eggertsdóttir, í sínum vélritunarskóla. BANKABLAÐIÐ 5

x

Bankablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.