Bankablaðið - 01.12.1978, Síða 12
Þátttakendur á haustnámskeiði Bankatnannaskólans á Hótel Húsavik i ágúst sl.
Kennsluskipulag
Nemendur voru 60 í byrjun, en nokkrir
heltust úr lestinni strax, þannig að um 55
voru reglulegir nemendur. Var hópnum skipt
í tvær jafnstórar deildir.
Áður var sá háttur hafður á við mætingar
nemenda, að hver hópur mætti annan hvern
dag í skólann og var þrjár stundir í senn
(9-12), og voru gjarnan kenndar þrjár kennslu-
greinar á degi hverjum. Nú var sá háttur hafð-
ur á, að livor deild mætti í skólanum á hverj-
um degi, og var tvær kennslustundir í senn.
Fyná hópurinn mætti kl. 9 og var til kl. 10.25
með stuttu hléi milli kennslustundanna. Síðari
hópurinn kom kl. 11 og var til kl. 12.25. Sama
námsefni og sami kennari var hjá báðum hóp-
unum sama daginn. Hóparnir skiptust á að
vera með fyrri tímann.
Þeir nemendur sem koma áttu í fyrri tím-
ann, mættu beint í skólann en voru komnir í
síðasta lagi um kl. 10.45 á vinnustað. Síðari
hópurinn stimplaði sig inn í banka sínum
að morgninum, en fór svo í skólann undir kl.
11, og var þar fram að hádegi, og kom því ekki
aftur í bankann fyrr en eftir matartímann.
Með þessum hætti þótti vera fastar form á
framkvæmd kennslunnar og mætingum nem-
enda á vinnustað.
Verklegu greinarnar voru yfirleitt kenndar
síðdegis, eftir að afgreiðslutíma bankanna
lauk, og þurftu nemendur að mæta einu sinni
eða tvisvar í viku í slíka tíma. í örfáum tilvik-
um fór kennsla fram í frítímum nemenda.
Alls þurftu því nemendur að mæta í 12 til
15 kennslustundir í viku í vinnutímanum, eða
um 30—35% af vinnuskyldu sinni á meðan á
námskeiðinu stóð. Námskeiðið stóð í tvo mán-
uði, þannig að af ársstarfi nemandans fara um
5—6% í nám.
Undirbúningur nemenda.
Samkvæmt lauslegri athugun er nú um
helmingur nemenda á byrjendanámskeiðinu
með stúdentspróf eða verslunarpróf einhvers
konar. Er það líklega töluvert hærra hlutfall
en áður var í þessum námskeiðum. Flestir
nemendanna hafa starfað í banka sínum meira
eu 6 mánuði.
Einkunnir
Úr einkunum fyrir prófin fimm verður
reiknuð meðaleinkunn fyrir hveni nemanda.
Prófformi hefur lítillega verið breytt, þannig
að færri nemendur ættu nú að fá mjög háar
einkunnir, og dreifing almennt að verða meiri
en áður var.
Skólaslit fara væntanlega fram 18. desember,
og verður jjeirra getið síðar í blaðinu.
6 BANKABLAÐIÐ