Bankablaðið - 01.12.1978, Side 13
Bankamannaskólinn
skólaápið 1978
1. Heimsókn og fyrirlestur Francis A. Mac-
Mullen, framkvœmdastjóra The American
Institute of Banking til íslands d vegum
Bankamannaskólans.
Francis A. MacMullen er framkvæmdastjóri
The American Institute of Banking í New
York, sem er menntastofnun og skóli fyrir
bankastarfsmenn New York borgar.
Hann kom til íslands á vegum Banka-
mannaskólans miðvikudaginn 16. ágúst og
flutti fyrirlestur, sem hann nefndi „U. S.
Banking Education In-Bank and In-School“,
en jafnframt svaraði hann fyrirspurnum.
Fyrirlesturinn var fluttur fimmtud. 17.
ágúst kl. 10 f. h. í fundarsal bankaráðs
Landsbanka íslands.
Á undan fyrirlestrinum var sýnd kvikmynd
„The New York School of Banking - „The
Way Ahead“.
Myndin fjallaði um starfsemi Bankamanna-
skólans í New York borg.
Að fyrirlestrinum loknum bauð stjórn
Landsbankans til hádegisverðar að Hótel
Þingholti.
Eftir hádegisverð átti Francis McMullen
viðræður við stjórn Bankamannaskólans og
kennara, embættismenn banka og spari-
sjóða og fulltrúa Sambands íslenskra banka-
manna.
2. Haustnámskeið Bankamannaskólans i dgúst
d Hótel Húsavík.
Námskeiðið var haldið á Húsavík dagana
24. og 25 ágúst 1978 fyrir útibússtjóra, yfir-
menn bankanna og fleiri.
Gunnar H. Blöndal.
Þátttakendur gistu á Hótel Húsavík og þar
fór einnig fram kennsla og umræður.
Þátttakendum var gefinn kostur á að taka
með sér maka og var sérstök dagskrá skipu-
lögð fyrir þá meðan á námskeiðinu stóð.
I framkvæmdastjórn námskeiðsins voru Ari
F. Guðmundsson, Benedikt E. Guðbjarts-
son, Gunnar H. Blöndal og Hannes Pálsson.
Á dagskrá var eftirfarandi efni:
Fimmtudagur 24. ágúst:
Kl. 8.00 Brottför frá Reykjavíkurflugvelli.
Kl. 12.00 Hádegisverður á Hótel Húsavík.
Kl. 13.00 Námskeiðið sett af skólastjóa,
Gunnari H. Blöndal.
BANKABLAÐIÐ 7