Bankablaðið - 01.12.1978, Page 16

Bankablaðið - 01.12.1978, Page 16
Magnús Fr. Árnason. lagningu þess af hálfu bankanna var lokið á miðju ári 1977. Helgi gerði að umtalsefni hagkvæmni tölvu- vinnslu, og í því sambandi sýndi hann fram á athyglisverðan samanburð á færslumagni og starfsmannafjölda í nokkrum deildum Lands- bankans yfir 10 ára tímabil, annars vegar þeim, deildum, sem notið hefðu tölvuvinnslu, og svo hins vegar þeim, sem enga slíka þjónustu hefðu haft: A fgreiðsludeildir A fgreiðslujj. Starfsmannafj. Deild A Tölvuvinnsla aukning 71% fækkun 39% - B Tölvuvinnsla aukning 92% fækkun 27% - C Tölvuvinnsla aukning 41% fækkun 24% - D An tölvuvinnslu aukning 8% aukning 4% - E Án tölvuvinnslu aukning 56% aukning 19% - F Án tölvuvinnslu aukning 98% aukning 110% Loks kvað Helgi það sína skoðun, að mikil- vægi Bankamannaskólans færi nú vaxandi vegna sameiginlegrar tölvuvinnslu bankanna, og myndi hlutverk skólans í vaxandi mæli verða í því fólgið, að kenna nemendum undir- stöðuatriði við yfirferð liinna margvíslegu úr- vinnslugagna frá RB. Magnús Fr. Árnason, hrl. Búnaðarbanka ís- latids flutti erindi um ný þinglýsingarlög, sem samþykkt voru á Alþingi 10. maí 1978. Þar kom m. a. fram að þetta er allmikill lagabálkur, sent liefir átt sér langan aðdrag- anda, því flestar efnisreglur um þinglýsingar voru felldar niður með gömlu þinglýsingar- lögunum nr. 30, 7. maí 1928. Lögin byggjast í flestum meginatriðum á frumvarpi til laga um þinglýsingar, sem þeir dr. Ármann Snævarr og Ólafur Pálsson sömdu á sínum tíma og var lagt fyrir Alþingi 1958-1959, aftur á þinginu 1962-1963 og loks 1963-1964, en hlaut ekki afgreiðslu. Dr. Gaukur Jörundsson hefir endurskoðað þetta gamla frumvarp með aðstoð tveggja starfsmanna úr dómsmálaráðuneytinu, þeirra Þorleifs Pálssonar og Þorsteins A. Jónssonar. Lög þessi bæta úr brýnni joörf og stuðla áreið- anlega að bættu ski]tulagi á öllu veðmálabók- haldi í landinu. Stjórn Bankamannaskólans ákvað því að kynna bankamönnum helstu efnisatriði laga þessara, jDar sem jnau skipta bankana mjög miklu máli og öll gerð veðskjala byggist að verulegu leyti á þeim. Lög þessi taka gildi 1. janúar 1979. Svavar Jóhannsson, skipulagsstjóri Búnaðar- bankans sagði m. a.: „Undanfarið höfum við verið að korna upp diskettuvélum í útibúin utan Reykjavíkur tengdum Reiknistofunni gegnum sírna, og um næstu áramót verða svo til öll útibú bankans komin með slík tæki. Fyrsta vélin af þessu tagi í eigu bankans var sett upp á Akureyri í tilraunaskyni og fékkst það góð reynsla af henni, að brátt var tekin ákvörðun um að vélvæða öll útibúin, þar sem aðstaða er fyrir bendi. Þegar diskettuvél eða símatölva, eins og við köllum liana oft, fór í gang á Akureyri, tókum við strax upp ]tá aðferð að bóka tékka á alla afgreiðslustaði bankans, sem fyrir voru í R.B. og geymum alla tékka á innlausnarstað. Þetta hefur gefist okkur mjög vel, það spar- ast mikill tími við röðun, sendingu og skrán- ingu, sem annars færi fram áður en póstlagt er. 10 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.